Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 714, 128. löggjafarþing 372. mál: staðgreiðsla opinberra gjalda (innheimta, skuldajöfnun o.fl.).
Lög nr. 135 18. desember 2002.

Lög um breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.


1. gr.

     Orðin „og launagreiðenda“ í 1. tölul. 1. mgr. 24. gr. laganna falla brott.

2. gr.

     Á eftir 24. gr. laganna kemur ný grein, 24. gr. a, svohljóðandi:
Fjársýsla ríkisins.
     Fjársýsla ríkisins skal halda skrá sem sýnir greiðslustöðu launagreiðenda á staðgreiðsluári. Til að sinna því hlutverki skal Fjársýsla ríkisins hafa sömu heimildir og um getur í 3. mgr. 24. gr.

3. gr.

     2. tölul. 2. mgr. 28. gr. laganna orðast svo: Álag til viðbótar af upphæð vanskilafjár frá og með gjalddaga, hafi ekki verið greitt á 1. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Skal álag þetta vera hið sama og dráttarvextir sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir samkvæmt lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.

4. gr.

     2. mgr. 36. gr. laganna orðast svo:
     Endurgreiðsluskrá skal send Fjársýslu ríkisins sem sér um endurgreiðslu fyrir hönd ríkissjóðs og sveitarfélaga eftir að skuldajöfnun á móti gjaldföllnum sköttum til ríkis og sveitarfélaga hefur farið fram.

5. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2003 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu á því ári.

Samþykkt á Alþingi 12. desember 2002.