Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 722, 128. löggjafarþing 354. mál: löggilding starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum (tölvunarfræðingar o.fl.).
Lög nr. 147 19. desember 2002.

Lög um breytingu á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
  1. 5. tölul. orðast svo: húsgagna- og innanhússarkitekta (húsgagna- og innanhússhönnuða) eða hluta þessa starfsheitis.
  2. Orðið „og“ í 7. tölul. fellur brott.
  3. Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
    1. tölvunarfræðinga.


2. gr.

     Við 2. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Þeir sem lokið hafa BS-prófi eða meistaraprófi í tölvunarfræði frá viðurkenndum íslenskum háskóla þurfa ekki slíkt leyfi ráðherra.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. desember 2002.