Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 742, 128. löggjafarþing 324. mál: tekjuskattur og eignarskattur (sérstakur tekjuskattur, rekstrartap, vextir o.fl.).
Lög nr. 152 19. desember 2002.

Lög um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     3. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna orðast svo: Tekjur skv. 4. tölul. A-liðar 7. gr. sem skattfrjálsar eru samkvæmt sérlögum eða vinninga í happdrættum sem fengið hafa leyfi dómsmálaráðuneytisins, enda sé öllum ágóða af þeim varið til menningarmála, mannúðarmála eða kirkjulegrar starfsemi. Sama gildir um happdrætti sem starfa samkvæmt leyfi útgefnu af stjórnvöldum á hinu Evrópska efnahagssvæði, að sömu skilyrðum fullnægðum.

2. gr.

     Í stað orðsins „átta“ í 8. tölul. 31. gr. laganna kemur: tíu.

3. gr.

     2. mgr. 35. gr. laganna orðast svo:
     Fyrningargrunnur eigna skv. 1. tölul. 32. gr. telst stofnverð þeirra, sbr. 2. mgr. 10. gr., að frádregnum áður fengnum fyrningum. Fyrningargrunnur eigna skv. 2.–6. tölul. 32. gr. telst stofnverð þeirra, sbr. 2. mgr. 10. gr.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna:
 1. Í stað hlutfallstalnanna „5%“ og „10%“ í 1. tölul. kemur: 10%, og: 20%.
 2. Í stað hlutfallstalnanna „5%“ og „10%“ í 2. tölul. kemur: 10%, og: 20%.
 3. Í stað hlutfallstalnanna „5%“ og „15%“ í 3. tölul. kemur: 10%, og: 30%.
 4. Í stað hlutfallstalnanna „10%“ og „20%“ í a-lið 4. tölul. kemur: 20%, og: 35%.
 5. Í stað hlutfallstalnanna „10%“ og „20%“ í b-lið 4. tölul. kemur: 20%, og: 35%.


5. gr.

     Í stað orðanna „fyrningargrunni hennar“ í 45. gr. laganna kemur: stofnverði hennar, sbr. 2. mgr. 10. gr.

6. gr.

     Orðin „framkvæmdastjórum eða öðrum sambærilegum“ í 5. tölul. 52. gr. laganna falla brott.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 59. gr. laganna:
 1. 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Fjármálaráðherra setur árlega við upphaf tekjuárs reglur um reiknað endurgjald að fengnum tillögum ríkisskattstjóra.
 2. Í stað orðsins „ríkisskattstjóra“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: fjármálaráðherra.


8. gr.

     Í stað „320.616 kr.“ í 1. mgr. A-liðar 68. gr. laganna kemur: 321.900 kr.

9. gr.

     Í stað orðanna „undir 12 rúmlestum brúttó“ í 5. málsl. 4. mgr. B-liðar 68. gr. laganna kemur: undir 20 brúttótonnum.

10. gr.

     Á eftir 3. mgr. 90. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:
     Framtals- og skattlagningarstaður félaga sem eru samsköttuð skv. 57. gr. B skal vera í því umdæmi þar sem móðurfélag er. Skattstjóra í því umdæmi skal heimilt að breyta framtölum hinna samsköttuðu félaga skv. 95. og 96. gr., sbr. 97. gr.
     Ríkisskattstjóra er heimilt að víkja frá ákvæðum 1.–4. mgr. um framtals- og skattlagningarstað og ákveða annan framtals- eða skattlagningarstað þegar skattaðilar flytjast á milli skattumdæma.

11. gr.

     Á eftir orðinu „afurðum“ í 5. mgr. 92. gr. laganna kemur: kaup og sölu á skráningarskyldum ökutækjum.

12. gr.

     Við 1. mgr. 102. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Fjármálaráðherra getur ákveðið að sami skattstjóri fari með skatteftirlit í fleiri en einu skattumdæmi. Skattstjóri sem fer með skatteftirlit í öðru skattumdæmi en sínu eigin skal annast skattbreytingar sem leiðir af eftirlitsstörfum hans í umboði viðkomandi skattstjóra.

13. gr.

     Á eftir orðunum „við upphaf rannsóknar“ í 6. mgr. 108. gr. laganna kemur: á vegum skattrannsóknarstjóra ríkisins.

14. gr.

     1. mgr. 110. gr. laganna orðast svo:
     Tekjuskattur af öðrum tekjum en launatekjum, sbr. þó 4. mgr., og eignarskattur hvers gjaldanda skal greiddur á tíu gjalddögum á ári hverju. Eru gjalddagar fyrsti dagur hvers mánaðar nema í janúar og í þeim mánuði sem álagningu lýkur samkvæmt ákvörðun fjármálaráðherra, sbr. 1. mgr. 93. gr. Við skiptingu fyrirframgreiðslu og eftirstöðva álagningar á gjalddaga skv. 2. og 4. mgr. skal þó við það miðað að ekki sé til innheimtu lægri fjárhæð en 2.000 kr. á hverjum gjalddaga.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 112. gr. laganna:
 1. 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Dráttarvextir skulu vera þeir sömu og Seðlabanki Íslands ákveður skv. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.
 2. 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Skulu vextir þessir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir á hverjum tíma skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.


16. gr.

     116. gr. laganna orðast svo:
     Í upphafi hvers árs skal fjármálaráðherra að fengnum tillögum ríkisskattstjóra gefa út reglur um mat á hlunnindum, sbr. 7. gr., og öðrum tekjum og frádrætti sem meta þarf til verðs samkvæmt lögum þessum.

17. gr.

     Við lögin bætast tvö ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
 1. (I.)
 2.      Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna árið 2003 skal árið 2004 leggja sérstakan tekjuskatt eins og nánar greinir í ákvæði þessu.
       Á tekjuskattsstofn einstaklinga umfram 4.089.450 kr. eða tekjuskattsstofn hjóna umfram 8.178.900 kr. skal reikna sérstakan 5% tekjuskatt.
       Ef hjón hafa bæði tekjuskattsstofn umfram 4.089.450 kr. reiknast þeim sinn hlutinn hvoru hins sérstaka tekjuskatts. Sé tekjuskattsstofn annars hjóna lægri en 4.089.450 kr. reiknast hinu hjóna allur sérstaki tekjuskatturinn.
       Sérstakur tekjuskattur samkvæmt ákvæði þessu skal ekki innheimtur með staðgreiðslu opinberra gjalda.
       Fyrirframgreiðsla upp í væntanlega álagningu sérstaks tekjuskatts ársins 2004 skal fara fram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst til desember 2003. Fyrirframgreiðslan skal vera 5% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 2003 vegna tekna á árinu 2002 umfram 4.089.450 kr. hjá einstaklingi og umfram 8.178.900 kr. hjá hjónum.
       Gjalddagar fyrirframgreiðslu skv. 5. mgr. skulu vera fyrstu dagar mánaðanna ágúst til og með desember 2003. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd fyrirframgreiðslunnar.
       Heimilt er gjaldanda að sækja um lækkun fyrirframgreiðslu sem honum hefur verið gert að greiða skv. 5. mgr. Umsókn um slíka lækkun skal senda skattstjóra sem úrskurðar um lækkun greiðsluskyldunnar. Ákvörðun skattstjóra er kæranleg til ríkisskattstjóra innan 30 daga frá dagsetningu úrskurðar skattstjóra. Ríkisskattstjóri skal kveða upp úrskurð sinn innan 15 daga frá því að kæra barst honum og skal úrskurður hans vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.
       Skattstjóri skal að jafnaði ekki taka til greina umsókn gjaldanda nema hann geti sýnt fram á að veruleg tekjulækkun hafi orðið hjá honum milli ára. Ríkisskattstjóra er heimilt að setja nánari reglur um þetta atriði.
       Nú kemur í ljós við álagningu á sérstökum tekjuskatti að fyrirframgreiðsla samkvæmt þessu ákvæði hefur verið of há og skal bæta 2,5% álagi við mismuninn.
       Um sérstakan tekjuskatt samkvæmt ákvæði til bráðabirgða skulu ákvæði VIII.–XIII. kafla laganna gilda eftir því sem við á.
 3. (II.)
 4.      Þrátt fyrir ákvæði 8. tölul. 31. gr. laganna er einungis heimilt að draga eftirstöðvar rekstrartapa sem mynduðust í rekstri á árinu 1994 og síðar og yfirfæranleg eru samkvæmt lögum frá skattskyldum tekjum við ákvörðun tekjuskattsstofns vegna rekstrarársins 2003.


18. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2003. Ákvæði 3.–5. gr. koma til framkvæmda við álagningu á árinu 2004 vegna tekna á árinu 2003.
     Þegar lög þessi hafa öðlast gildi skal fella meginmál þeirra inn í lög nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og gefa þau út svo breytt með samfelldri greinatölu og kaflanúmerum og samfelldri röð töluliða, stafliða og ákvæða til bráðabirgða sem enn hafa gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. desember 2002.