Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1210, 128. löggjafarþing 539. mál: Siglingastofnun Íslands (vaktstöð siglinga, EES-reglur).
Lög nr. 29 20. mars 2003.

Lög um breytingu á lögum um Siglingastofnun Íslands, nr. 6/1996, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 1. mgr. 3. gr. laganna bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. Að annast framkvæmd laga um vaktstöð siglinga.
  2. Að eiga samstarf við Siglingaöryggisstofnun Evrópu (EMSA) með það að markmiði að auka öryggi í siglingum, draga úr mengun frá skipum og koma að sjónarmiðum íslenskra stjórnvalda í starfi stofnunarinnar.


2. gr.

     Á eftir 7. gr. laganna kemur ný grein, svohljóðandi:
Siglingaöryggisstofnun Evrópu.
     Samgönguráðherra skal setja reglugerð, sbr. 12. tölul. 1. mgr. 3. gr., sem felur í sér að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1406/2002 frá 27. júní 2002, um stofnun Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, verði innleidd í íslensk lög.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 2003.