Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1423, 128. löggjafarþing 670. mál: raforkuver (Norðlingaölduveita, Nesjavallavirkjun og Hitaveita Suðurnesja).
Lög nr. 67 27. mars 2003.

Lög um breytingu á lögum nr. 60/1981, um raforkuver, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Við bætist ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
  2.      Landsvirkjun er enn fremur heimilt að fengnu leyfi iðnaðarráðherra að reisa og reka vatnsmiðlun, Norðlingaölduveitu, í samræmi við skilyrði er fram koma í úrskurði setts umhverfisráðherra, dags. 30. janúar 2003.
  3. Í stað 3. mgr. koma tvær málsgreinar, svohljóðandi:
  4.      Iðnaðarráðherra er heimilt að veita sameignarfyrirtækinu Orkuveitu Reykjavíkur leyfi til að reisa og reka jarðvarmavirkjun til raforkuframleiðslu á Nesjavöllum með allt að 120 MW afli.
         Iðnaðarráðherra er heimilt að veita Hitaveitu Suðurnesja hf. leyfi til að reisa og reka jarðvarmavirkjun til raforkuframleiðslu á Reykjanesi með allt að 80 MW afli, enda liggi fyrir mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, og stækka jarðvarmavirkjun félagsins í Svartsengi um 16 MW.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. mars 2003.