Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 707, 130. löggjafarþing 401. mál: Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga (trúnaðarlæknir, aðildarskilyrði).
Lög nr. 124 20. desember 2003.

Lög um breyting á lögum nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað orðsins „tryggingayfirlæknir“ í 7. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna kemur (í viðeigandi beygingarfalli): trúnaðarlæknir sjóðsins.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. desember 2003.