Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 692, 130. löggjafarþing 400. mál: úrvinnslugjald (net, umbúðir o.fl.).
Lög nr. 144 20. desember 2003.

Lög um breyting á lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. Á eftir 1. málsl. 2. mgr. koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Gjaldtímabil vegna bifreiða samkvæmt málsgrein þessari er 1. janúar – 31. desember og skal skráður eigandi gjaldskylds ökutækis á gjaldtímabilinu greiða úrvinnslugjald að fjárhæð 1.040 kr. fyrir hvert gjaldskylt ökutæki sitt. Gjalddagi úrvinnslugjalds á bifreiðar samkvæmt málsgrein þessari er 1. júlí ár hvert. Um innheimtu gjaldsins að öðru leyti gildir 1. mgr.
 2. 2. málsl. 2. mgr. verður 3. mgr.


2. gr.

     Við 1. mgr. 8. gr. laganna bætist nýr töluliður er orðast svo:
 1. Veiðarfæri úr gerviefnum: sbr. viðauka XVII.


3. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða III í lögunum orðast svo:
     Leggja skal úrvinnslugjald á veiðarfæri úr gerviefnum og pappírs-, pappa- og plastumbúðir frá 1. janúar 2005.

4. gr.

     Í stað „11,50 kr./kg“ í viðauka IV við lögin kemur hvarvetna: 14,50 kr./kg.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á viðauka V við lögin:
 1. Í stað orðanna „Úr 27., 29. og 38. kafla tollskrárinnar“ í inngangi viðaukans kemur: Úr 22., 27., 29. og 38. kafla tollskrárinnar.
 2. Við bætast eftirfarandi tollskrárnúmer:
Úr 2207 Ómengað etylalkóhól að alkóhólstyrkleika 80% eða meira miðað við rúmmál; etylalkóhól og aðrir áfengir vökvar, mengað, að hvaða styrkleika sem er:
 2207.2000 – Etylalkóhól og aðrir áfengir vökvar, mengað, að hvaða styrkleika sem er 3,00 kr./kg
Úr 2905 Raðtengd alkóhól ásamt halógen-, súlfó-, nítró- eða nítrósóafleiðum þeirra:
– Mettuð monohydrísk alkóhól:
 2905.1100 – – Metanól (metylalkóhól) 3,00 kr./kg
 2905.1200 – – Própan-l-ól (própylalkóhól) og própan-2-ól (ísóprópylalkóhól) 3,00 kr./kg
 2905.1300 – – Bútan-l-ól (n-bútylalkóhól) 3,00 kr./kg
 2905.1400 – – Önnur bútanól 3,00 kr./kg
 2905.1500 – – Pentanól (amylalkóhól) 3,00 kr./kg
– Díól:
 2905.3100 – – Etylenglýkól (etandíól) 3,00 kr./kg
 2905.3200 – – Própylenglýkól (própan-1,2-díól) 3,00 kr./kg
 2905.3900 – – Önnur 3,00 kr./kg
Úr 2906 Hringliða alkóhól ásamt halógen-, súlfó-, nítró- eða nítrósóafleiðum þeirra:
– Arómatísk:
 2906.2100 – – Bensylalkóhól 3,00 kr./kg
Úr 2909 Eterar, eteralkóhól, eterfenól, eteralkóhólfenól, alkóhólperoxíð, eterperoxíð, ketonperoxíð (einnig kemískt skýrgreind), og halógen-, súlfó-, nítró- eða nítrósóafleiður þeirra:
– Raðtengdir eterar og halógen-, súlfó-, nítró- eða nítrósóafleiður þeirra:
 2909.1100 – – Díetyleter 3,00 kr./kg
– Eteralkóhól og halógen-, súlfó-, nítró- eða nítrósóafleiður þeirra:
 2909.4100 – – 2,2'-Oxydíetanól (díetylenglýkól, dígól) 3,00 kr./kg
 2909.4200 – – Monometyleterar etylenglýkóls eða díetylenglýkóls 3,00 kr./kg
 2909.4300 – – Monobútyleterar etylenglýkóls eða díetylenglýkols 3,00 kr./kg
 2909.4400 – – Aðrir monoalkyleterar etylenglýkóls eða díetylenglýkols 3,00 kr./kg
 2909.4900 – – Annað 3,00 kr./kg
Úr 2915 Mettaðar raðtengdar monokarboxylsýrur og anhydríð, halíð, peroxíð og peroxysýrur þeirra; halógen-, súlfó-, nítró- eða nítrósóafleiður þeirra:
– Maurasýra, sölt hennar og esterar:
 2915.1300 – – Esterar maurasýru 3,00 kr./kg
– Esterar ediksýru:
 2915.3100 – – Etylacetat 3,00 kr./kg
 2915.3200 – – Vinylacetat 3,00 kr./kg
 2915.3300 – – n-Bútylacetat 3,00 kr./kg
 2915.3400 – – Ísóbútylacetat 3,00 kr./kg
 2915.3500 – – 2-Etoxyetylacetat 3,00 kr./kg
 2915.3900 – – Aðrir 3,00 kr./kg
 1. Tollskrárnúmer 2912.4100, 2912.4200 og 2912.4900 falla brott.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á viðauka VI við lögin:
 1. Í stað „105,00 kr./kg“ kemur hvarvetna: 130,00 kr./kg.
 2. Heiti tollskrárnúmers 3814.0002 verður svohljóðandi: Málningar- eða lakkeyðar, merkingarskyldir vegna innihalds hættulegra efna.


7. gr.

     Í stað „1,30 kr./kg“ í viðauka VII við lögin kemur hvarvetna: 1,50 kr./kg.

8. gr.

     Í stað „17,00 kr./kg“ í viðauka VIII við lögin kemur hvarvetna: 20,00 kr./kg.

9. gr.

     Í stað „20,00 kr./kg“ í viðauka IX við lögin kemur hvarvetna: 34,00 kr./kg.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XII við lögin:
 1. Í stað „36,75 kr./kg“ kemur: 51,00 kr./kg.
 2. Í stað „61,25 kr./kg“ kemur: 85,00 kr./kg.
 3. Í stað „122,50 kr./kg“ kemur: 170,00 kr./kg.
 4. Í stað „147,00 kr./kg“ kemur: 204,00 kr./kg.
 5. Í stað „196,00 kr./kg“ kemur: 272,00 kr./kg.
 6. Í stað „294,00 kr./kg“ kemur hvarvetna: 408,00 kr./kg.


11. gr.

     Við lögin bætist við nýr viðauki, viðauki XVII, sem orðast svo:
Veiðarfæri úr gerviefnum.
     Á veiðarfæri úr gerviefnum sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér segir:
     Úr 39., 55. og 56. kafla tollskrárinnar:
Úr 3926 Aðrar vörur úr plasti og vörur úr efnum í nr. 3901–3914:
– Annars:
 3926.9021 – – Netahringir 24,10 kr./kg
 3926.9022 – – Neta- og trollkúlur 24,10 kr./kg
 3926.9023 – – Vörur til veiðarfæra, ót.a. 24,10 kr./kg
Úr 5509 Garn (þó ekki saumþráður) úr syntetískum stutttrefjum, ekki umbúið til smásölu:
– Sem í er 85% eða meira að þyngd af stutttrefjum úr nyloni eða öðrum pólyamíðum:
– – Einþráða garn:
 5509.1101 – – – Til veiðarfæragerðar 14,40 kr./kg
– – Margþráða (snúið) eða kaðalbrugðið garn:
 5509.1201 – – – Til veiðarfæragerðar 14,40 kr./kg
– Sem í er 85% eða meira að þyngd af pólyesterstutttrefjum:
– – Einþráða garn:
 5509.2101 – – – Til veiðarfæragerðar 24,10 kr./kg
– – Margþráða (snúið) eða kaðalbrugðið garn:
 5509.2201 – – – Til veiðarfæragerðar 24,10 kr./kg
– Annað garn sem í er 85% eða meira að þyngd af syntetískum stutttrefjum:
– – Einþráða garn:
 5509.4101 – – – Til veiðarfæragerðar 24,10 kr./kg
– – Margþráða (snúið) eða kaðalbrugðið garn:
 5509.4201 – – – Til veiðarfæragerðar 24,10 kr./kg
Úr 5510 Garn (þó ekki saumþráður) úr gervistutttrefjum, ekki umbúið til smásölu:
– Sem í er 85% eða meira að þyngd af gervistutttrefjum:
– – Einþráða garn:
 5510.1101 – – – Til veiðarfæragerðar 24,10 kr./kg
– – Margþráða (snúið) eða kaðalbrugðið garn:
 5510.1201 – – – Til veiðarfæragerðar 24,10 kr./kg
– Annað garn:
 5510.9001 – – Til veiðarfæragerðar 24,10 kr./kg
Úr 5607 Seglgarn, snæri, reipi og kaðlar, einnig brugðið eða fléttað og einnig gegndreypt, húðað, hjúpað eða klætt með gúmmíi eða plasti:
– Úr pólyetyleni eða pólyprópyleni:
– – Annað:
 5607.4901 – – – Færi og línur til fiskveiða 24,10 kr./kg
 5607.4902 – – – Kaðlar 24,10 kr./kg
 5607.4903 – – – Einþáttungar til veiðarfæragerðar 24,10 kr./kg
– Úr öðrum syntetískum trefjum:
 5607.5001 – – Færi og línur til fiskveiða 24,10 kr./kg
 5607.5003 – – Einþáttungar til veiðarfæragerðar 24,10 kr./kg
– Annað:
 5607.9001 – – Færi og línur til fiskveiða 24,10 kr./kg
Úr 5608 Hnýtt net úr seglgarni, snæri eða reipi; uppsett fiskinet og önnur fullgerð net úr spunaefnum:
– Úr tilbúnum spunaefnum:
– – Fullgerð fiskinet:
 5608.1101 – – – Nætur 14,10 kr./kg
 5608.1102 – – – Flotvörpur 15,90 kr./kg
 5608.1103 – – – Rækjutroll 11,40 kr./kg
 5608.1104 – – – Aðrar botnvörpur 15,00 kr./kg
 5608.1105 – – – Önnur net 14,00 kr./kg
 5608.1109 – – – Annað 24,00 kr./kg
– – Annað:
 5608.1901 – – – Fiskinetjaslöngur 14,40 kr./kg
 5608.1909 – – – Annars 24,10 kr./kg
Úr 5609 Vörur úr garni, ræmum eða þess háttar sem lýst er í nr. 5404 eða 5405, seglgarni, snæri, reipum eða köðlum, ót. a.:
 5609.0002 – Öngultaumar 24,10 kr./kg
 5609.0003 – Botnvörpuhlífar 24,10 kr./kg


12. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2004.

Samþykkt á Alþingi 12. desember 2003.