Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1020, 130. löggjafarþing 344. mál: eldi nytjastofna sjávar (erfðablöndun).
Lög nr. 13 15. mars 2004.

Lög um breytingu á lögum nr. 33 16. apríl 2002, um eldi nytjastofna sjávar, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 4. mgr. 3. gr. laganna bætist: þar á meðal um takmörkun eða bann eldis á nytjastofnum er lög þessi ná til ef ljóst þykir að aðrar verndar- og friðunaraðgerðir sem kveðið er á um í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum duga ekki til að koma í veg fyrir erfðablöndun við staðbundna stofna eða að líffræðilegri fjölbreytni sé ógnað og tegundum eða stofnum stefnt í hættu.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 2. mars 2004.