Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1292, 130. löggjafarþing 342. mál: verslun með áfengi og tóbak (einkaréttur til innflutnings á tóbaki, EES-reglur).
Lög nr. 24 7. apríl 2004.

Lög um breyting á lögum nr. 63/1969, um verslun með áfengi og tóbak, með síðari breytingum.


1. gr.

     2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skal tryggja að allt tóbak sem flutt er inn frá útlöndum eða framleitt hér á landi, hvort heldur er unnið eða óunnið, sé merkt. Um merkingar tóbaks fer eftir ákvæði 6. gr. laga nr. 6/2002, um tóbaksvarnir.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Þess skal gætt að jafnræði gildi gagnvart öllum áfengis- og tóbaksbirgjum.
  2. 2. mgr. fellur brott.


3. gr.

     6. gr. laganna orðast svo:
     Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er einni heimilt að selja tóbak innan lands í heildsölu. Um smásölu tóbaks fer eftir ákvæði 8. gr. laga nr. 6/2002, um tóbaksvarnir.

4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2004.

Samþykkt á Alþingi 31. mars 2004.