Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1818, 130. löggjafarþing 829. mál: greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga (ÍLS-veðbréf).
Lög nr. 59 7. júní 2004.

Lög um breytingu á lögum um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga, nr. 63/1985, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 1. mgr. 2. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæði laga þessara taka þó ekki til ÍLS-veðbréfa sem Íbúðalánasjóður veitir eða afgreiðir frá og með 1. júlí 2004.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 27. maí 2004.