Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1793, 130. löggjafarþing 967. mál: tekjustofnar sveitarfélaga (einsetning grunnskólans).
Lög nr. 67 7. júní 2004.

Lög um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða IV í lögunum:
  1. Í stað ártalanna „2002–2005“ kemur: 2002–2006.
  2. Í stað orðanna „fyrstu þrjú árin“ kemur: fyrstu fjögur árin.
  3. Í stað ártalsins „2005“ kemur: 2006.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. maí 2004.