Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1857, 130. löggjafarþing 1002. mál: almenn hegningarlög (rof á reynslulausn).
Lög nr. 73 7. júní 2004.

Lög um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, með síðari breytingum (rof á reynslulausn).


1. gr.

     Í stað orðsins „aðili“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. 41. laganna kemur: maður.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „aðili“ í 1. og 5. mgr. kemur: maður.
  2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Að kröfu ákæranda getur þó dómstóll úrskurðað að maður, sem hlotið hefur reynslulausn, skuli afplána eftirstöðvar refsingar ef hann á reynslutíma rýfur gróflega almennt skilyrði reynslulausnar enda liggi fyrir sterkur grunur um að hann hafi framið nýtt brot sem varðað getur 6 ára fangelsi eða að brotið varði við 1. mgr. 218. gr. Við meðferð slíkrar kröfu skal dómari skipa honum verjanda að ósk hans og fara með málið eftir 1. mgr. 105. gr. laga um meðferð opinberra mála, eftir því sem við á. Heimilt er að kæra úrskurð dómara skv. 1. málsl. til Hæstaréttar og skal við meðferð kærumálsins farið eftir reglum XVII. kafla laga um meðferð opinberra mála, eftir því sem við á. Kæra frestar ekki framkvæmd úrskurðar. Dómari skal víkja sæti eftir útgáfu ákæru ef hann hefur áður úrskurðað mann, sem ákærður er í málinu, skv. 1. málsl.
  4. Í stað orðsins „aðili“ tvívegis í 2. og 3. mgr. kemur: maður; og: hann.
  5. Í stað orðanna „sbr. 1. og 2. mgr.“ í 3. mgr. kemur: sbr. 1.–3. mgr.
  6. Í stað orðsins „aðila“ í 4. mgr. kemur: mann.
  7. Í stað orðanna „sbr. 2. mgr.“ í 4. mgr. kemur: sbr. 2. og 3. mgr.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. maí 2004.