Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 229, 131. löggjafarþing 206. mál: varnir gegn mengun hafs og stranda (mengunarlögsaga).
Lög nr. 114 29. október 2004.

Lög um breytingu á lögum nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda.


1. gr.

     Orðin „í landhelgi“ í 1. mgr. 2. gr. laganna falla brott.

2. gr.

     10. tölul. 3. gr. laganna orðast svo: Mengunarlögsaga Íslands: Hafsvæðið sem nær yfir innsævi að meðtalinni strönd að efstu flóðmörkum á stórstraumsflóði, landhelgi og efnahagslögsögu, landgrunn Íslands og efstu jarðlög, sbr. lög um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 21. október 2004.