Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 628, 131. löggjafarþing 284. mál: Norræni fjárfestingarbankinn (afnám laga nr. 26/1976).
Lög nr. 143 21. desember 2004.

Lög um afnám laga nr. 26/1976, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, um stofnun Norræna fjárfestingarbankans.


1. gr.

     Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, um stofnun Norræna fjárfestingarbankans, nr. 26/1976, eru felld úr gildi.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 2004.