Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 916, 131. löggjafarþing 398. mál: afnám laga um Tækniháskóla Íslands.
Lög nr. 11 3. mars 2005.

Lög um afnám laga nr. 53/2002, um Tækniháskóla Íslands, með síðari breytingum.


1. gr.

      Lög um Tækniháskóla Íslands, nr. 53/2002, með síðari breytingum, falla úr gildi.
     Nemendur sem við gildistöku laga þessara eru í námi við Tækniháskóla Íslands eiga rétt á að ljúka því námi samkvæmt því námsskipulagi sem í gildi er við skólann miðað við gildandi reglur um námsframvindu.

2. gr.

     Við gildistöku laga þessara skulu störf starfsmanna Tækniháskóla Íslands lögð niður. Um réttindi þeirra fer eftir ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum. Flytjist kennari við Tækniháskóla Íslands til annars háskóla við gildistöku laga þessara er heimilt að byggja ráðningu hans á dómnefndaráliti um hæfni sem hann hefur hlotið skv. 5. mgr. 3. gr. laga um Tækniháskóla Íslands, nr. 53/2002, í sömu eða sambærilegri fræðigrein.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2005.

Samþykkt á Alþingi 3. mars 2005.