Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1100, 131. löggjafarþing 387. mál: Þróunarsjóður sjávarútvegsins (gildistími laganna).
Lög nr. 27 14. apríl 2005.

Lög um breytingu á lögum nr. 152 27. desember 1996, um breytingu á lögum nr. 92 24. maí 1994, um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað 3.–5. málsl. 7. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Lögin gilda til 1. október 2005. Skulu eignir sjóðsins umfram skuldir að loknum gildistíma laganna renna til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins og andvirði þeirra varið til hafrannsókna.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 6. apríl 2005.