Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1265, 131. löggjafarþing 686. mál: úrvinnslugjald (vaxtatekjur og frestun umbúðagjalds).
Lög nr. 37 11. maí 2005.

Lög um breyting á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir orðunum „Tekjur af úrvinnslugjaldi samkvæmt lögum þessum“ í 1. mgr. 19. gr. laganna kemur: þ.m.t. vaxtatekjur.

2. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „1. september 2005“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða II og í ákvæði til bráðabirgða III í lögunum kemur: 1. janúar 2006.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi en ákvæði 1. gr. kemur þó til framkvæmda frá og með 1. janúar 2005.

Samþykkt á Alþingi 2. maí 2005.