Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 611, 132. löggjafarþing 327. mál: olíugjald og kílómetragjald o.fl. (sérstakt kílómetragjald).
Lög nr. 136 20. desember 2005.

Lög um breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. Orðin „í landbúnaði“ í 4. tölul. 1. mgr. falla brott.
 2. 6. tölul. 1. mgr. orðast svo: til nota á ökutæki sem ætluð eru til sérstakra nota og eru með varanlegum áföstum búnaði til þeirra nota og brenna að meginhluta til dísilolíu í kyrrstöðu, t.d. kranabifreiðar, vörubifreiðar með krana yfir 25 tonnmetrum, borkranabifreiðar, steypuhræribifreiðar, götuhreinsibifreiðar, holræsabifreiðar, borholumælingabifreiðar og úðunarbifreiðar.
 3. 7. tölul. 1. mgr. orðast svo: til nota á beltabifreiðar og námuökutæki sem eingöngu eru notuð utan vega eða á lokuðum vinnusvæðum.
 4. 3. mgr. orðast svo:
 5.      Óheimilt er að nota litaða olíu á skráningarskyld ökutæki, sbr. 63. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, önnur en dráttarvélar skv. 4. tölul. 1. mgr. og ökutæki skv. 6. og 7. tölul. 1. mgr.
 6. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein sem orðast svo:
 7.      Eigendum ökutækja skv. 6. tölul. 1. mgr. er heimilt að skrá umrædd ökutæki hjá Umferðarstofu sem ökutæki til sérstakra nota og öðlast þar með rétt á gjaldfrjálsri litaðri olíu samhliða því að þeir greiði sérstakt kílómetragjald skv. 6. mgr. 13. gr. Ökutæki skv. 7. tölul. 1. mgr. og ökutæki sem skráð hafa verið til sérstakra nota skal auðkenna með sérstökum hætti í ökutækjaskrá.
 8. 4. mgr. orðast svo:
 9.      Fjármálaráðherra er heimilt að kveða á um skilyrði fyrir undanþágu í reglugerð, þ.m.t. hvaða ökutæki falla undir 6. og 7. tölul. 1. mgr. og um fyrirkomulag skráningar ökutækja skv. 6. og 7. tölul. 1. mgr.


2. gr.

     Við 1. mgr. 5. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Fjármálaráðherra er heimilt að kveða á um í reglugerð hvernig staðið skuli að sölu eða afhendingu á gjaldfrjálsri olíu.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „endurgreiðslu“ í 3. mgr. kemur: skv. 1. mgr.
 2. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Beiðnir um endurgreiðslu skv. 2. mgr. skulu afgreiddar af utanríkisráðuneytinu.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
 1. Við 1. tölul. 1. mgr. bætist: eða af ökutækjum skv. 7. tölul. 1. mgr. 4. gr.
 2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein er orðast svo:
 3.      Greiða skal sérstakt kílómetragjald af eftirtöldum ökutækjum:
  1. bifreiðum sem skráðar eru hér á landi, eru 5.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd og skráðar eru í ökutækjaskrá sem ökutæki til sérstakra nota skv. 6. tölul. 1. mgr. 4. gr.,
  2. eftirvögnum sem skráðir eru hér á landi, eru 5.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd og dregnir eru af dráttarvélum. Skrá ber umrædda eftirvagna sem dregnir eru af dráttarvélum hjá Umferðarstofu. Undanþegnir gjaldskyldu eru eftirvagnar sem taldir eru upp í 3. málsl. 1. mgr. 63. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, með síðari breytingum.

 4. Á eftir orðinu „kílómetragjalds“ í 2., 6. og 8. mgr. kemur: og sérstaks kílómetragjalds.
 5. Í stað „3. mgr.“ í 4. mgr. kemur: 4. mgr.
 6. 5. mgr. orðast svo:
 7.      Sérstakt kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum skv. 2. mgr. skal vera sem hér segir:
  Leyfð Sérstakt Leyfð Sérstakt
  heildarþyngd kílómetragjald, heildarþyngd kílómetragjald,
  ökutækis, kg kr. ökutækis, kg kr.
  5.000–6.000 9,27 18.001–19.000 23,99
  6.001–7.000 10,04 19.001–20.000 25,04
  7.001–8.000 10,80 20.001–21.000 26,09
  8.001–9.000 11,57 21.001–22.000 27,14
  9.001–10.000 12,33 22.001–23.000 28,19
  10.001–11.000 13,39 23.001–24.000 29,24
  11.001–12.000 14,75 24.001–25.000 30,29
  12.001–13.000 16,12 25.001–26.000 31,34
  13.001–14.000 17,48 26.001–27.000 32,39
  14.001–15.000 18,85 27.001–28.000 33,44
  15.001–16.000 20,21 28.001–29.000 34,49
  16.001–17.000 21,58 29.001–30.000 35,54
  17.001–18.000 22,94 30.001–31.000 36,59
  31.001 og yfir 37,64

 8. Á eftir orðunum „skv. 3. tölul. 1. mgr.“ í 9. mgr. kemur: og sérstakt kílómetragjald skv. 6. mgr.
 9. Við fyrirsögn greinarinnar bætist: og sérstakt kílómetragjald.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
 1. Á eftir 1. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður sem orðast svo: Sama á við um sérstakt kílómetragjald.
 2. Í stað orðsins „þungaskatt“ í 3. mgr. kemur: kílómetragjald og sérstakt kílómetragjald.


6. gr.

     Á eftir orðinu „kílómetragjald“ hvarvetna í 15. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: og sérstakt kílómetragjald.

7. gr.

     Á eftir orðinu „kílómetragjald“ í 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: og sérstakt kílómetragjald.

8. gr.

     Á eftir orðinu „kílómetragjalds“ í 1. mgr. 17. gr. laganna kemur: og sérstaks kílómetragjalds, og á eftir orðinu „kílómetragjald“ í sömu málsgrein kemur: og sérstakt kílómetragjald.

9. gr.

     Við heiti II. kafla laganna bætist: og sérstakt kílómetragjald.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
 1. Í stað tilvísunarinnar „12. og 17. gr.“ í 2. mgr. kemur: 12., 14. og 17. gr.
 2. 6. mgr. fellur brott.


11. gr.

     Á eftir orðinu „kílómetragjald“ hvarvetna í 21. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: og sérstakt kílómetragjald.

12. gr.

     Í stað orðanna „olíugjaldi og kílómetragjaldi“ í 2. mgr. 23. gr. laganna kemur: olíugjaldi, kílómetragjaldi og sérstöku kílómetragjaldi.

13. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. 13. gr. laganna skal fjárhæð sérstaks kílómetragjalds vera sem hér segir frá gildistöku laga þessara til 1. júlí 2006:
Leyfð Sérstakt Leyfð Sérstakt
heildarþyngd kílómetragjald, heildarþyngd kílómetragjald,
ökutækis, kg kr. ökutækis, kg kr.
5.000–6.000 8,45 18.001–19.000 22,31
6.001–7.000 9,14 19.001–20.000 23,32
7.001–8.000 9,84 20.001–21.000 24,33
8.001–9.000 10,54 21.001–22.000 25,34
9.001–10.000 11,23 22.001–23.000 26,35
10.001–11.000 12,22 23.001–24.000 27,36
11.001–12.000 13,52 24.001–25.000 28,37
12.001–13.000 14,82 25.001–26.000 29,38
13.001–14.000 16,11 26.001–27.000 30,39
14.001–15.000 17,41 27.001–28.000 31,40
15.001–16.000 18,71 28.001–29.000 32,41
16.001–17.000 20,00 29.001–30.000 33,42
17.001–18.000 21,30 30.001–31.000 34,43
31.001 og yfir 35,44


Samþykkt á Alþingi 9. desember 2005.