Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 849, 132. löggjafarþing 375. mál: Siglingastofnun Íslands (fulltrúi skemmtibátaeigenda í siglingaráði).
Lög nr. 13 13. mars 2006.

Lög um breytingu á lögum um Siglingastofnun Íslands, nr. 6/1996, með síðari breytingum.


1. gr.

     6. gr. laganna orðast svo:
     Samgönguráðherra skipar siglingaráð sér til ráðuneytis um siglinga- og vitamál. Í siglingaráði skulu eiga sæti tólf fulltrúar og jafnmargir varamenn. Þar af skulu þrír fulltrúar skipaðir án tilnefningar að loknum alþingiskosningum og skal einn þeirra vera formaður ráðsins. Níu fulltrúar skulu skipaðir til allt að fjögurra ára samkvæmt tilnefningu eftirtalinna aðila sem tilnefna einn fulltrúa hver: Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, samtök skemmtibátaeigenda, Málmur, samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Landssamband smábátaeigenda, Samband íslenskra kaupskipaútgerða, Sjómannasamband Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Vélstjórafélag Íslands. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 2. mars 2006.