Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1447, 132. löggjafarþing 567. mál: flutningur þjóðskrár og almannaskráningar frá Hagstofu Íslands til dómsmálaráðuneytis.
Lög nr. 50 14. júní 2006.

Lög um breytingar á ýmsum lögum vegna flutnings á þjóðskrá og almannaskráningu frá Hagstofu Íslands til dómsmálaráðuneytis.


I. KAFLI
Breyting á lögum um tilkynningar aðsetursskipta, nr. 73/1952, með síðari breytingum.

1. gr.

     6. gr. laganna orðast svo:
     Dómsmálaráðherra er heimilt að ákveða með auglýsingu að um flutning manns á lögheimili sínu hingað til lands frá einhverju Norðurlandanna eða flutning manns á lögheimili sínu héðan til einhvers Norðurlandanna skuli gilda Norðurlandasamningur um almannaskráningu eins og hann er á hverjum tíma.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. Orðin „þ.e. bæði fyrir fjölskylduföður og heimafólk“ í 2. mgr. falla brott.
 2. 5. mgr. fellur brott.


3. gr.

     1. málsl. 10. gr. laganna orðast svo: Tilkynningar þær um aðsetur, sem lög þessi mæla fyrir um, skulu vera á prentuðum eða rafrænum eyðublöðum sem Þjóðskrá lætur gera.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Hagstofu Íslands“ í 1. mgr. kemur: Þjóðskrá.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      Þjóðskrá ákveður tilhögun á sendingu aðseturstilkynninga og hvaða tímafrestir skulu gilda í því sambandi.


5. gr.

     Í stað orðanna „Hagstofu Íslands“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: Þjóðskrá.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Hagstofu Íslands“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: Þjóðskrá.
 2. Í stað orðsins „Hagstofan“ í 3. mgr. kemur: Þjóðskrá.
 3. Í stað orðsins „allsherjarspjaldskránni“ í 4. mgr. kemur: þjóðskrá.
 4. Í stað orðanna „Hagstofu Íslands“ í 5. mgr. kemur: Þjóðskrár.


7. gr.

     1. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
     Lögreglustjórar skulu, hver í sínu umdæmi, hafa eftirlit með framkvæmd á fyrirmælum laga þessara og aðstoða Þjóðskrá og hlutaðeigandi sveitarstjórnir eftir föngum við hana.

II. KAFLI
Breyting á lögum um útgáfu og notkun nafnskírteina, nr. 25/1965, með síðari breytingum.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Hagstofa Íslands fyrir hönd þjóðskrárinnar“ í 1. mgr. kemur: Þjóðskrá.
 2. Í stað orðsins „Hagstofunni“ í 6. mgr. kemur: Þjóðskrá.


9. gr.

     4. gr. laganna fellur brott.

10. gr.

     Í stað orðsins „Hagstofan“ í 1. og 2. málsl. 3. mgr. 5. gr. laganna kemur: Þjóðskrá.

III. KAFLI
Breyting á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993, með síðari breytingum.

11. gr.

     Í stað orðanna „þjóðskrárdeild Hagstofu Íslands“ í 2. mgr. 27. gr. laganna kemur: Þjóðskrá.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti, nr. 80/1993, með síðari breytingum.

12. gr.

     Í stað orðanna „Hagstofu Íslands“ í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: Þjóðskrá.

V. KAFLI
Breyting á lögum um mannanöfn, nr. 45/1996, með síðari breytingu.

13. gr.

     Orðin „Hagstofu Íslands“ í 2. mgr. 2. gr. laganna falla brott.

14. gr.

     20. gr. laganna orðast svo:
     Heimilt er að breyta ritun nafns í þjóðskrá án þess að um sé að ræða eiginlega nafnbreytingu. Slík breyting á nafnritun skal fara fram eftir reglum sem dómsmálaráðherra setur að höfðu samráði við mannanafnanefnd. Hver maður getur aðeins fengið slíka breytingu gerða einu sinni nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi.

15. gr.

     Í stað orðanna „Hagstofunni, dómsmálaráðherra“ í 2. tölul. 1. mgr. 22. gr. laganna kemur: Þjóðskrá.

16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 25. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Hagstofa Íslands, Þjóðskrá“ í 1. málsl. kemur: Þjóðskrá.
 2. Í stað orðanna „Hagstofu Íslands“ í 2. málsl. kemur: dómsmálaráðherra.


17. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða III í lögunum fellur brott.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum.

18. gr.

     Í stað orðanna „Hagstofa Íslands (þjóðskrá)“ í 4. og 6. gr. laganna kemur: Þjóðskrá.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, með síðari breytingu.

19. gr.

     Í stað orðanna „Hagstofu Íslands“ í 1. málsl., „Hagstofan“ í 3. og 5. málsl. og „Hagstofunni“ í 4. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: Þjóðskrá.

20. gr.

     Í stað orðanna „Hagstofa Íslands (þjóðskrá)“ í 22. gr. og 1. mgr. 24. gr. laganna kemur: Þjóðskrá.

21. gr.

     Í stað orðanna „Hagstofu Íslands (þjóðskrá)“ og „Hagstofunni“ í 3. mgr. 27. gr. laganna kemur: Þjóðskrá.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga, nr. 46/2000, með síðari breytingu.

22. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „skrá Hagstofu Íslands“ í 2. mgr. kemur: bannskrá Þjóðskrár.
 2. Í stað orðanna „skrár Hagstofu Íslands“ í 3. mgr. kemur: bannskrár Þjóðskrár.


IX. KAFLI
Breyting á lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 77/2000, með síðari breytingum.

23. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna:
 1. Í stað 1. málsl. 2. mgr. koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Þjóðskrá skal halda skrá yfir þá sem andmæla því að nöfn þeirra séu notuð í markaðssetningarstarfsemi. Dómsmálaráðherra setur, í samráði við Persónuvernd, nánari reglur um gerð og notkun slíkrar skrár og hvaða upplýsingar skuli koma þar fram.
 2. Í stað orðsins „Hagstofunnar“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: Þjóðskrár.
 3. Í stað orðsins „Hagstofuna“ í 4. tölul. 5. mgr. kemur: Þjóðskrá.
 4. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Um andmælarétt hins skráða og um bannskrá Þjóðskrár.


X. KAFLI
Breyting á lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum.

24. gr.

     Í stað orðanna „Hagstofu Íslands, þjóðskrár“ í 2. mgr. 1. gr. og 2. mgr. 16. gr. laganna kemur: Þjóðskrár.

XI. KAFLI
Breyting á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingu.

25. gr.

     Í stað orðanna „Ráðherra Hagstofu Íslands“ í 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: Dómsmálaráðherra.

26. gr.

     2. mgr. 18. gr. laganna orðast svo:
     Dómari skal senda Þjóðskrá upplýsingar um feðrun barns á eyðublaði sem hún leggur til.

27. gr.

     6. mgr. 34. gr. laganna orðast svo:
     Dómari skal senda Þjóðskrá upplýsingar um niðurstöðu máls um forsjá barns á eyðublaði sem hún leggur til.

XII. KAFLI
Breyting á ábúðarlögum, nr. 80/2004.

28. gr.

     Í stað orðanna „hjá Hagstofu Íslands“ í 27. gr. laganna kemur: í þjóðskrá.

XIII. KAFLI
Breyting á jarðalögum, nr. 81/2004, með síðari breytingu.

29. gr.

     Orðin „Hagstofu Íslands“ í 2. mgr. 11. gr. laganna falla brott.

XIV. KAFLI
Gildistaka.

30. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2006.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2006.