Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1441, 132. löggjafarþing 667. mál: framsal sakamanna (málsmeðferðarreglur).
Lög nr. 71 14. júní 2006.

Lög um breyting á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, nr. 13 17. apríl 1984, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
  1. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein er orðast svo:
  2.      Nú er beiðni um aðstoð lögð fram á grundvelli samnings Evrópusambandsins um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum frá 29. maí 2000 og bókunar við hann frá 16. október 2001 og skal þá fylgja þeirri málsmeðferð sem það ríki sem leggur fram beiðni tilgreinir sérstaklega að því tilskildu að það brjóti ekki í bága við íslensk lög. Verða skal við beiðnum um skýrslutöku vitna eða sérfræðinga í síma eða á myndfundi eftir því sem unnt er. Yfirheyrsla í síma skal einungis leyfð ef viðkomandi vitni eða sérfræðingur samþykkir.
  3. Í stað tilvísananna „6. mgr.“ í 2. mgr. og „2. mgr.“ í 4. mgr. kemur: 7. mgr., og: 3. mgr.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2006.