Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1427, 132. löggjafarþing 623. mál: tekjuskattur (samlagshlutafélög og lífeyrissjóðir).
Lög nr. 77 13. júní 2006.

Lög um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. 1. tölul. 1. mgr. orðast svo: Skráðum hlutafélögum og einkahlutafélögum, svo og samlagshlutafélögum, enda sé þess óskað við skráningu að samlagshlutafélagið sé sjálfstæður skattaðili. Hjón ein sér eða með ófjárráða börnum sínum geta ekki myndað samlagshlutafélag er sé sjálfstæður skattaðili.
  2. Á eftir „5.“ í 5. tölul. 1. mgr. kemur: og 6.
  3. Á eftir orðinu „samlagsfélags“ í 3. mgr. kemur: samlagshlutafélags.


2. gr.

     Við 4. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
  1. Lífeyrissjóðir sem starfa skv. III. kafla laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.


3. gr.

     Í stað „og 6. tölul.“ í 1. málsl. 4. mgr. 71. gr. laganna kemur: 6. og 7. tölul.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2006.