Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1510, 132. löggjafarþing 794. mál: olíugjald og kílómetragjald o.fl. (framlenging á lækkun olíugjalds).
Lög nr. 81 14. júní 2006.

Lög um breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður er orðast svo: til nota á bifreiðir í eigu björgunarsveita. Með björgunarsveit er átt við sjálfboðaliðasamtök sem hafa björgun mannslífa og verðmæta að aðalmarkmiði.
  2. Í stað orðanna „og 7. tölul.“ í 3. og 5. mgr. kemur: 7. og 8. tölul.
  3. Í stað orðanna „7. tölul.“ í 2. málsl. 4. mgr. kemur: 7. og 8. tölul.


2. gr.

     Í stað orðanna „7. tölul.“ í 1. tölul. 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: 7. og 8. tölul.

3. gr.

     Í stað „3. mgr.“ í 1. málsl. 7. mgr. 20. gr. laganna kemur: 4. mgr.

4. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða I í lögunum, sbr. lög nr. 126/2005, orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 1. gr. laga þessara skal fjárhæð olíugjalds vera 41 kr. á hvern lítra af olíu frá gildistöku laga þessara til 31. desember 2006.

5. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða II í lögunum, sbr. lög nr. 136/2005, orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. 13. gr. laganna skal fjárhæð sérstaks kílómetragjalds vera sem hér segir frá gildistöku laga þessara til 31. desember 2006:
Leyfð Sérstakt Leyfð Sérstakt
heildarþyngd kílómetragjald, heildarþyngd kílómetragjald,
ökutækis, kg kr. ökutækis, kg kr.
5.000–6.000 8,45 18.001–19.000 22,31
6.001–7.000 9,14 19.001–20.000 23,32
7.001–8.000 9,84 20.001–21.000 24,33
8.001–9.000 10,54 21.001–22.000 25,34
9.001–10.000 11,23 22.001–23.000 26,35
10.001–11.000 12,22 23.001–24.000 27,36
11.001–12.000 13,52 24.001–25.000 28,37
12.001–13.000 14,82 25.001–26.000 29,38
13.001–14.000 16,11 26.001–27.000 30,39
14.001–15.000 17,41 27.001–28.000 31,40
15.001–16.000 18,71 28.001–29.000 32,41
16.001–17.000 20,00 29.001–30.000 33,42
17.001–18.000 21,30 30.001–31.000 34,43
31.001 og yfir 35,44


6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. júní 2006.