Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1451, 132. löggjafarþing 463. mál: löggilding starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum (grafískir hönnuðir).
Lög nr. 84 13. júní 2006.

Lög um breytingu á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 1. gr. laganna bætist nýr töluliður sem orðast svo: grafískra hönnuða.

2. gr.

     Við 2. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Þeir sem lokið hafa BA-prófi eða meistaraprófi í grafískri hönnun frá viðurkenndum íslenskum háskóla, svo og lokaprófi í grafískri hönnun frá Myndlista- og handíðaskólanum eða Myndlistaskólanum á Akureyri, þurfa ekki heldur slíkt leyfi ráðherra.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2006.