Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 774, 133. löggjafarþing 57. mál: Sinfóníuhljómsveit Íslands (rekstraraðilar).
Lög nr. 7 1. febrúar 2007.

Lög um breytingu á lögum nr. 36/1982, um Sinfóníuhljómsveit Íslands.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Í stað hlutfallstölunnar „56%“ í a-lið 1. mgr. kemur: 82%.
  2. B-liður 1. mgr. fellur brott.
  3. D-liður 1. mgr. fellur brott.
  4. 4. mgr. orðast svo:
  5.      Sinfóníuhljómsveitin og Ríkisútvarpið skulu gera með sér samning um flutning á tónlistarefni hljómsveitarinnar.


2. gr.

     Í stað orðsins „Ríkisútvarpinu“ í 1. málsl. 4. gr. laganna kemur: menntamálaráðuneytinu.

3. gr.

     7. gr. laganna orðast svo:
     Stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar er heimilt að skipa verkefnavalsnefnd um verkefni hljómsveitarinnar. Stjórnin ákveður nánar um skipulag og hlutverk nefndarinnar.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 23. janúar 2007.