Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1017, 133. löggjafarþing 558. mál: virðisaukaskattur (afreikningshlutföll og uppgjörstímabil).
Lög nr. 14 28. febrúar 2007.

Lög um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „87,72%“ í 3. og 5. mgr. 13. gr. laganna kemur: 93,46%.

2. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „12,28%“ í 1. mgr. 20. gr. laganna kemur: 6,54%.

3. gr.

     2. málsl. 4. mgr. 24. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. mars 2007. Þeir aðilar sem hafa heimild til að nota skemmra uppgjörstímabil en einn mánuð í samræmi við 2. málsl. 4. mgr. 24. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, skulu frá sama tíma nota uppgjörstímabil í samræmi við 1. mgr. eða 1. málsl. 4. mgr. sömu greinar.

Samþykkt á Alþingi 28. febrúar 2007.