Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1018, 133. löggjafarþing 621. mál: tollkvótar við innflutning landbúnaðarafurða (aukin heimild).
Lög nr. 16 1. mars 2007.

Lög um breytingu á lagaákvæðum er varða tollkvóta við innflutning landbúnaðarafurða.


I. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005.

1. gr.

     Við 12. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Landbúnaðarráðherra úthlutar tollkvótum samkvæmt öðrum skuldbindingum Íslands um innflutning á landbúnaðarvörum í fríverslunar- og milliríkjasamningum en þeim sem tilgreindar eru í 1.–3. mgr. enda sé tollur lagður á vöruna sem magntollur eftir því sem í tollskrá í viðauka I greinir. Um úthlutun tollkvóta samkvæmt þessari málsgrein fer skv. 65. gr. B laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993.

II. KAFLI
Breyting á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993.

2. gr.

     Í stað orðanna „nr. 55/1987“ í 1. mgr. 31. gr. laganna kemur: nr. 88/2005.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 65. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „tollalög, nr. 55/1987“ í 1. mgr. kemur: tollalög, nr. 88/2005; og í stað orðanna „6. gr. A“ í sömu málsgrein kemur: 12. gr.
  2. 1. málsl. 3. mgr. fellur brott.
  3. Í stað orðanna „skv. XIV. kafla tollalaga, nr. 55/1987“ í 4. mgr. kemur: skv. XXII. kafla tollalaga.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 65. gr. A laganna:
  1. Í stað orðanna „tollalög, nr. 55/1987“ í 1. mgr. kemur: tollalög, nr. 88/2005.
  2. Í stað orðanna „6. gr. A“ í 1. og 2. mgr. kemur: 12. gr.


5. gr.

     Á eftir 65. gr. A laganna kemur ný grein, 65. gr. B, er orðast svo:
     Landbúnaðarráðherra úthlutar tollkvótum sem tilgreindir eru í 4. mgr. 12. gr. tollalaga er varða aðrar skuldbindingar Íslands um innflutning á landbúnaðarvörum í fríverslunar- og milliríkjasamningum en þær sem greinir í 65. gr. og 65. gr. A enda sé tollur lagður á vöruna sem magntollur eftir því sem í tollskrá í viðauka I við tollalög, nr. 88/2005, greinir. Úthlutun tollkvóta skal fara eftir ákvæðum 65. gr.
     Landbúnaðarráðherra birtir í reglugerð þær reglur sem gilda um úthlutun tollkvóta samkvæmt þessari grein þar sem m.a. komi fram úthlutunarkvóti, innflutningstímabil, tolltaxtar, viðurlög við misnotkun, sbr. 4. mgr. 65. gr., og aðrir skilmálar sem um innflutninginn skulu gilda.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „nr. 55/1987“ í 8. mgr. kemur: nr. 88/2005.
  2. Í stað orðanna „120. gr. A í tollalögum, nr. 55/1987“ í 9. mgr. kemur: 139. gr. tollalaga, nr. 88/2005.


7. gr.

     Í stað orðanna „120. gr.“ í 86. gr. laganna kemur: 138. gr.

8. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. febrúar 2007.