Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1375, 133. löggjafarþing 560. mál: málefni aldraðra (vistunarmatsnefndir).
Lög nr. 29 23. mars 2007.

Lög um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.


1. gr.

     Orðin „og sinnir hann öðrum verkefnum þjónustuhóps aldraðra en þeim sem kveðið er á um í 4. tölul. 8. gr.“ í 5. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna falla brott.

2. gr.

     4. tölul. 1. mgr. 8. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     2. mgr. 15. gr. laganna orðast svo:
     Engan má vista til langdvalar á stofnun fyrir aldraða skv. 14. gr. nema að undangengnu mati á vistunarþörf. Ráðherra skipar þriggja manna nefndir til að meta vistunarþörf. Nefndirnar skulu skipaðar lækni með sérmenntun á sviði öldrunar- eða heimilislækninga, hjúkrunarfræðingi með þekkingu á öldrunarþjónustu og félagsráðgjafa með þekkingu á félagslegri þjónustu við aldraða. Skipa skal þrjá varamenn sem uppfylla sömu menntunarskilyrði og aðalmenn. Nánar skal kveðið á um fjölda nefnda og starfssvæði þeirra í reglugerð.

4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2008.

Samþykkt á Alþingi 17. mars 2007.