Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1299, 133. löggjafarþing 669. mál: framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum (sauðfjársamningur).
Lög nr. 58 27. mars 2007.

Lög um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 2. gr. laganna:
 1. Skýring á „jöfnunargreiðslu“ fellur brott.
 2. Skýring á „lögbýli eða jörð“ orðast svo: Lögbýli eða jörð er í lögum þessum skilgreint skv. 2. gr. jarðalaga, nr. 81/2004.
 3. Í stað orðsins „forðagæsluskýrslu“ í lokaorðskýringunni kemur: haustskýrslu skv. 11. gr. laga nr. 103/2002, um búfjárhald o.fl.


2. gr.

     3.–6. mgr. 29. gr. laganna falla brott.

3. gr.

     36. gr. laganna orðast svo:
     Markmið með ákvæðum þessa kafla um framleiðslu sauðfjárafurða eru:
 1. að efla sauðfjárrækt sem atvinnugrein og bæta afkomu sauðfjárbænda,
 2. að stuðla að nýliðun í hópi sauðfjárbænda og styrkja búsetu í dreifbýli,
 3. að sauðfjárrækt sé stunduð í samræmi við umhverfisvernd, landkosti og sjálfbæra landnýtingu,
 4. að örva markaðsvitund bænda og afurðastöðva og halda jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar,
 5. að stuðla að framþróun í sauðfjárrækt.


4. gr.

     37. gr. laganna orðast svo:
     Á tímabilinu frá 1. janúar 2008 – 31. desember 2013 greiðir íslenska ríkið í samræmi við markmið 36. gr. framlög til gæðastýringar, til ullarnýtingar, til markaðsstarfs og birgðahalds, til svæðisbundins stuðnings og til nýliðunar- og átaksverkefna og framlög í formi beinna greiðslna til framleiðenda sauðfjárafurða í samræmi við samning um starfsskilyrði sauðfjárræktar frá 25. janúar 2007.
     Frá og með 1. janúar 2008 verður heildargreiðslumark í sauðfé 368.457 ærgildi. Frá sama tíma verður heildarbeingreiðslumark sauðfjárafurða 1.716 millj. kr. á ári sem skiptast hlutfallslega eins milli lögbýla og beingreiðslur gerðu árið 2007 að teknu tilliti til 1. mgr.

5. gr.

     4. mgr. 38. gr. laganna orðast svo:
     Ábúanda eða leigutaka lögbýlis er heimilt að kaupa greiðslumark til skráningar á lögbýlið. Skal slíkt greiðslumark sérstaklega skráð á nafn leiguliða. Framsal á greiðslumarki samkvæmt þessari málsgrein er heimilt, án samþykkis jarðareiganda. Við lok ábúðar eða leigu á jarðareigandi þó forkaupsrétt að greiðslumarkinu við sölu þess. Skal slíkur forkaupsréttur boðinn jarðareiganda skriflega. Hafi jarðareigandi ekki tilkynnt um að hann hyggist nýta forkaupsrétt sinn innan tuttugu daga frá því honum barst slík tilkynning er sala á greiðslumarkinu heimil.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Beingreiðslur greiðast úr ríkissjóði til handhafa í samræmi við greiðslumark hvers lögbýlis eins og það er skráð á hverjum tíma.
 3. Í stað ártalsins „2001“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 2008.
 4. Á eftir 3. málsl. 3. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ef greiðslumarki lögbýlisins er skipt á fleiri en einn rekstraraðila skal miðað við greiðslumark og ásetning hvers rekstraraðila fyrir sig.
 5. Í stað orðanna „Heimilt er að“ í upphafi 5. mgr. kemur: Landbúnaðarstofnun getur ákveðið að.


7. gr.

     40. gr. laganna fellur brott.

8. gr.

     41. gr. laganna orðast svo:
     Sauðfjárframleiðendur sem á tímabilinu frá 1. janúar 2008 – 31. desember 2013 uppfylla skilyrði um gæðastýrða framleiðslu eiga rétt á sérstakri gæðastýringargreiðslu úr ríkissjóði. Gæðastýringargreiðslu skal greiða á tiltekna gæðaflokka dilkakjöts frá framleiðendum sem uppfylla nánari skilyrði reglugerðar sem ráðherra setur um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.
     Með gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu er átt við framleiðslu á dilkakjöti samkvæmt kröfum um velferð búfjár, sjálfbæra landnýtingu og hollustu afurða. Gæðastýrð sauðfjárframleiðsla skal m.a. ná til landnota, aðbúnaðar og umhverfis, sauðfjárskýrsluhalds, jarðræktar, fóðrunar, heilsufars og lyfjanotkunar. Framleiðsluaðferðir og framleiðsluaðstæður skulu skjalfestar.
     Ráðherra er heimilt í reglugerð að fela búfjáreftirlitsmönnum sveitarfélaga að annast eftirlit með skráningu í sérstaka gæðahandbók þar sem m.a. þau atriði sem tilgreind eru í 2. mgr. koma fram. Ráðherra er einnig í reglugerð heimilt að fela Landgræðslu ríkisins að annast nánar tilgreinda þætti við eftirlit eða úttekt á landi sem nýtt er við gæðastýrða framleiðslu. Landbúnaðarráðherra getur falið Landbúnaðarstofnun og Landgræðslu ríkisins stjórnsýsluverkefni vegna gæðastýringar eftir nánari ákvörðun í reglugerð. Landbúnaðarráðherra er enn fremur heimilt að fela aðilum sem hlotið hafa faggildingu samkvæmt lögum nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, að annast framkvæmd eftirlitsþátta með gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu.
     Nánari fyrirmæli um framkvæmd og skilyrði gæðastýringargreiðslna skal ráðherra setja í reglugerð. Í reglugerðinni skal m.a. kveðið á um landnýtingarskilyrði, gæðakerfi, tilkynningar og fresti, kæruheimildir, eftirlits- og úttektaraðila og tilhögun álagsgreiðslna. Áður en reglugerð samkvæmt þessari grein tekur gildi skal aflað umsagnar Bændasamtaka Íslands um hana. Hafi umsögn ekki borist innan eins mánaðar frá því ósk um umsögn var send er ráðherra heimilt að birta reglugerðina án frekara samráðs.
     Réttur framleiðenda til gæðastýringargreiðslna skv. 1. mgr. fellur niður uppfylli þeir ekki skilyrði um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu samkvæmt lögum þessum og reglugerð.

9. gr.

     42. gr. laganna fellur brott.

10. gr.

     43. gr. laganna fellur brott.

11. gr.

     44. gr. laganna fellur brott.

12. gr.

     45. gr. laganna fellur brott.

13. gr.

     46. gr. laganna fellur brott.

14. gr.

     47. gr. laganna fellur brott.

15. gr.

     48. gr. laganna fellur brott.

16. gr.

     49. gr. laganna fellur brott.

17. gr.

     Í stað orðanna „2001–2007“ í fyrirsögn IX. kafla kemur: 2008–2013.

18. gr.

     3. mgr. 54. gr. laganna orðast svo:
     Ábúanda eða leigutaka lögbýlis er heimilt að kaupa greiðslumark til skráningar á lögbýlið. Skal slíkt greiðslumark sérstaklega skráð á nafn leiguliða. Framsal á greiðslumarki samkvæmt þessari málsgrein er heimilt, án samþykkis jarðareiganda. Við lok ábúðar eða leigu á jarðareigandi þó forkaupsrétt að greiðslumarkinu við sölu þess. Skal slíkur forkaupsréttur boðinn jarðareiganda skriflega. Hafi jarðareigandi ekki tilkynnt um að hann hyggist nýta forkaupsrétt sinn innan tuttugu daga frá því honum barst slík tilkynning er sala á greiðslumarkinu heimil.

19. gr.

     1. mgr. 56. gr. laganna fellur brott.

20. gr.

     1. mgr. 61. gr. laganna fellur brott.

21. gr.

     74. gr. laganna fellur brott.

22. gr.

     75. gr. laganna orðast svo:
     Styrktarsjóður sá sem varð til vegna tekna af sölu og leigu á eignum, ásamt sjóðum Grænmetisverslunar landbúnaðarins, skal sameinaður Framleiðnisjóði landbúnaðarins og lúta þeim lögum og reglum sem um hann gilda.

23. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæðum til bráðabirgða í lögunum:
 1. Ákvæði P, R og S falla brott.
 2. Ákvæði T orðast svo:
 3.      Landbúnaðarráðherra er heimilt að gera samninga við sauðfjárbændur á lögbýlum með greiðslumark, sem hafa náð eða ná 64 ára aldri á tímabilinu 2008–2013, um að eiga hvorki né halda sauðfé til og með 31. desember 2013 en halda óskertum beingreiðslum á sama tíma á meðan greiðslumark sauðfjár er í eigu hlutaðeigandi bænda og áfram skráð á lögbýli. Þeim er þó heimilt að halda eftir allt að tíu vetrarfóðruðum kindum, enda séu afurðir þeirra til eigin nota. Ráðherra er jafnframt heimilt að kveða svo á í samningunum að þeir bændur sem hyggjast hefja sauðfjárrækt að nýju megi koma sér upp bústofni frá 1. september 2012. Samningunum skal þinglýst sem kvöðum á viðkomandi lögbýli sem gilda til 31. desember 2013. Verði eigendaskipti að greiðslumarki eða lögbýli fellur samningurinn niður og hin þinglýsta kvöð.
 4. Við bætast tvö ný ákvæði, svohljóðandi:
  1. (U.)
  2.      Frá og með 1. janúar 2008 skal undanþága framleiðenda sem hafa haft 0,7 vetrarfóðraðar kindur eða minna á hvert ærgildi greiðslumarks frá útflutningsskyldu skv. 6. mgr. 29. gr. laga nr. 99/1993 falla niður. Framleiðendur, er undanþegnir verða útflutningsskyldu haustið 2007, bera þó helming álagðrar útflutningsskyldu árið 2008.
        Frá og með 1. júní 2009 fellur útflutningsskylda kindakjöts skv. 29. gr. laga nr. 99/1993 brott. Fram til 1. júní 2009 gilda ákvæði 3.–6. mgr. 29. gr. og 74. gr. laga nr. 99/1993, eftir því sem við á.
  3. (Ú.)
  4.      Réttur til jöfnunargreiðslna, eins og þær eru skilgreindar í 40. gr. laga nr. 99/1993, sbr. 9. gr. laga nr. 88/2000, sem úthlutað var frá og með 1. janúar 2001 fellur niður frá og með 1. janúar 2008. Í stað jöfnunargreiðslna skal úthluta greiðslumarki til þeirra sem áttu slíkan rétt þannig að greiðslur til hvers framleiðanda árin 2004, 2005 og 2006 séu reiknaðar til verðlags 1. janúar 2007. Að því loknu skal velja tvö bestu árin hjá hverjum framleiðanda og síðan meðaltal þeirra. Á grundvelli þess skal 17.600 ærgildum skipt hlutfallslega milli framleiðenda og bætt við heildargreiðslumark samkvæmt skráningu Landbúnaðarstofnunar 31. desember 2007. Réttur til úthlutunar fellur niður hafi framleiðslu verið hætt árið 2007.


24. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2008.
     Ákvæði 2. og 21. gr. koma þó ekki til framkvæmda fyrr en 1. júní 2009, sbr. 1. tölul. c- liðar 23. gr. (ákvæði til bráðabirgða U í lögunum).

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2007.