Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1412, 133. löggjafarþing 195. mál: umferðarlög (hlífðarfatnaður bifhjólamanna).
Lög nr. 83 29. mars 2007.

Lög um breytingu á umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 72. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætast tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Þá skal hver sá sem er á bifhjóli nota viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað ætlaðan til slíkra nota. Sama er um þann sem er á hliðarvagni, eftirvagni eða tengitæki bifhjóls.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Ökumaður á bifhjóli eða torfærutæki skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti hlífðarhjálm. Þá skal ökumaður á bifhjóli sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. mars 2007.