Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 557, 135. löggjafarþing 289. mál: skráning og mat fasteigna (nýir gjaldstofnar).
Lög nr. 165 21. desember 2007.

Lög um breyting á lögum nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna, með síðari breytingum.


1. gr.

     24. gr. laganna orðast svo:
     Fasteignamati ríkisins er heimilt að vinna úr og láta í té upplýsingar úr Landskrá fasteigna gegn gjaldi sem rennur til stofnunarinnar samkvæmt gjaldskrá sem fjármálaráðherra staðfestir.

2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Eftirgreindir aðilar skulu á árinu 2008 greiða Fasteignamati ríkisins gjald fyrir afnot af mati stofnunarinnar:
  1. Sveitarfélög skulu greiða fasteignamatsgjald fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda. Skal gjald þetta nema 0,007% af heildarfasteignamati í sveitarfélaginu 31. desember 2008.
  2. Húseigendur skulu greiða brunabótamatsgjald vegna notkunar brunabótamats til vátrygginga og annarra trygginga í þágu húseigenda. Skal gjald þetta nema 0,0037% af brunabótamati hverrar húseignar. Skal vátryggingafélag innheimta gjaldið samhliða innheimtu brunatryggingariðgjalda og skila því til Fasteignamats ríkisins eigi síðar en 45 dögum eftir gjalddaga.


3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2008.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 2007.