Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 559, 135. löggjafarþing 290. mál: tekjuskattur (hækkun viðmiðunarfjárhæða, greiðsla barnabóta o.fl.).
Lög nr. 166 21. desember 2007.

Lög um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 2. mgr. 2. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ríkisskattstjóri hefur úrskurðarvald um hvaða lögaðilar skuli teljast heimilisfastir hér á landi samkvæmt þessari grein. Úrskurði ríkisskattstjóra má skjóta til dómstóla að stefndum ríkisskattstjóra vegna fjármálaráðherra.

2. gr.

     Við 6. tölul. 4. gr. laganna bætist: samkvæmt lögum nr. 78/2007, um starfstengda eftirlaunasjóði.

3. gr.

     Í stað orðsins „Arðgreiðslur“ í 4. málsl. 2. mgr. 30. gr. laganna kemur: Tekjur.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
 1. Orðin „og 4.“ í 1. málsl. 9. tölul. falla brott.
 2. Á eftir orðunum „er greinir í 1. tölul. 1. mgr. 2. gr.“ í 1. málsl. 9. tölul. kemur: sbr. XII. kafla laga nr. 2/1995, um hlutafélög, og laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög.
 3. 3. málsl. 9. tölul. orðast svo: Ákvæði 1. málsl. skal einnig taka til arðs frá hlutafélögum sem skráð eru erlendis ef það félag sem arðinn fær sýnir fram á að hagnaður hins erlenda félags hafi verið skattlagður með sambærilegum hætti og gert er hér á landi.


5. gr.

     Í stað orðsins „arðgreiðslur“ í 3. málsl. 3. mgr. 66. gr. laganna kemur: tekjur.

6. gr.

     Í stað „834“ í 1. málsl. 4. mgr. B-liðar 67. gr. laganna kemur: 874.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 68. gr. laganna:
 1. Í stað „56.096“ í 3. mgr. A-liðar kemur: 57.891.
 2. Í stað „139.647“, „166.226“, „232.591“, „238.592“, „2.231.195“ og „1.115.598“ í 4. mgr. A-liðar kemur: 144.116, 171.545, 240.034, 246.227, 2.415.492, og: 1.207.746.
 3. 1. málsl. 7. mgr. A-liðar orðast svo: Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. þessa stafliðar má ákvarða barnabætur með börnum sem ekki eru heimilisföst hér á landi en eru á framfæri ríkisborgara hins Evrópska efnahagssvæðis, aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, enda sé framfærandi skattskyldur hér á landi skv. 1. gr. þessara laga eða tryggður á grundvelli 12., 13. eða 14. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.
 4. Á eftir 2. málsl. 7. mgr. A-liðar kemur nýr málsliður sem orðast svo: Sá sem rétt kann að eiga til barnabóta með börnum sem ekki hafa heimilisfesti á Íslandi skal sækja um bætur til skattstjóra og leggja fram upplýsingar um tekjur framfærenda ásamt upplýsingum um barnabætur eða hliðstæðar greiðslur vegna sömu barna sem greiddar hafa verið erlendis, sbr. 1. mgr.
 5. Í stað „4.931.043“ og „8.174.053“ í 4. mgr. B-liðar kemur: 5.273.425, og: 8.437.481.


8. gr.

     Á eftir tölunni „3.“ í 3. mgr. 71. gr. laganna kemur: 4.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 73. gr. laganna:
 1. 1. mgr. 3. tölul. orðast svo:
 2.      Varanlegir rekstrarfjármunir, þ.m.t. skip og loftför, sem nýtast takmarkaðan tíma vegna aldurs, úreldingar eða af hliðstæðum ástæðum, teljast til eignar á stofnverði, sbr. 2. mgr. 12. gr., að frádregnum heimiluðum og notuðum fyrningum.
 3. 5. tölul. orðast svo: Hlutabréf skal telja til eignar á nafnverði nema sannað sé að raunvirði eigna félags að frádregnum skuldum sé lægra en hlutafé þess. Sama gildir um stofnsjóðsinneignir hjá samvinnufélögum, stofnfjárbréf í sparisjóðum og stofnfjáreignir í sameignarfélögum. Hlutabréf skráð í erlendum gjaldmiðli skal færa til eignar á nafnverði, umreiknað með kaupverði miðað við daggengi við kaup, en ef nafnverð er ekki þekkt skulu bréfin færð til eignar á kaupverði. Áhættufjármuni og langtímakröfur, þ.m.t. hvers konar fjármálagerninga, sbr. 3. mgr. 36. gr. laga um ársreikninga, sem ekki eru skráð á skipulegum verðbréfamarkaði, skal telja til eignar á nafnverði að viðbættum áföllnum vöxtum og verðbótum á höfuðstól sem miðast við vísitölu í næsta mánuði eftir lok reikningsárs. Ef þessar eignir eru skráðar á skipulegum verðbréfamarkaði skal telja þær til eignar á skráðu markaðsverði á virkum markaði í lok reikningsárs. Óefnislegar eignir, sbr. 4. og 5. tölul. 33. gr. og 48. gr., teljast til eignar á stofnverði, að frádregnum heimiluðum og notuðum fyrningum skv. 7. og 8. tölul. 37. gr. Skammtímakröfur skal telja til eignar á nafnverði að viðbættum áföllnum vöxtum og verðbótum á höfuðstól sem miðast við vísitölu í næsta mánuði eftir lok reikningsárs, nema sannað sé að þær séu minna virði. Frá þannig töldu verði útistandandi viðskiptakrafna og lánveitinga er þó heimilt að draga allt að 5% og mynda með því mótreikning fyrir kröfum sem kunna að tapast. Útistandandi viðskiptakröfur og lánveitingar í þessu sambandi teljast kröfur sem stofnast vegna sölu á vörum og þjónustu og aðrar lánveitingar sem beint tengjast atvinnurekstrinum. Útistandandi skuldir á hendur viðurkenndum sjálfseignarstofnunum, sem samhliða veita kröfuhafa íbúðarrétt, má telja til eignar samkvæmt fasteignamati viðkomandi íbúðar.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Siglufjarðarkaupstað“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: Fjallabyggð.
 2. Í stað orðsins „Ólafsfjarðarkaupstað“ í 5. tölul. 1. mgr. kemur: Langanesbyggð.
 3. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaráðherra er einnig heimilt að flytja einstök verkefni á milli skattumdæma.


11. gr.

     Fyrirsögn VIII. kafla laganna verður: Skattumdæmi, skattstjórar, ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri o.fl.

12. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir að lög nr. 31/1999, um alþjóðleg viðskiptafélög, falli úr gildi 1. janúar 2008 skal fara fram álagning tekjuskatts á árinu 2008 vegna tekna alþjóðlegra viðskiptafélaga á árinu 2007.

13. gr.

     Ákvæði 1.–5. gr., c- og d-liðar 7. gr. og 8.–12. gr. öðlast þegar gildi.
     Ákvæði 6. gr. öðlast gildi 1. janúar 2008 og kemur til framkvæmda við staðgreiðslu á árinu 2008 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2009.
     Ákvæði a-, b- og e-liðar 7. gr. öðlast gildi 1. janúar 2008 og koma til framkvæmda við álagningu og greiðslu barnabóta og vaxtabóta á árinu 2008 vegna tekna og eigna á árinu 2007.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 2007.