Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 743, 135. löggjafarþing 351. mál: flutningur á útgáfu starfsleyfa til landlæknis (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 12 13. mars 2008.

Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna flutnings á útgáfu starfsleyfa til landlæknis.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 41/2007, um landlækni.

1. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: heilbrigðisráðherra.

2. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 2. tölul. 3. gr. laganna kemur: landlæknis.

3. gr.

     Við 4. gr. laganna bætist nýr stafliður, e-liður, sem orðast svo: að veita starfsleyfi til einstaklinga sem uppfylla skilyrði laga og reglugerða til notkunar starfsheita löggiltra heilbrigðisstétta.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið“ í 4. málsl. 5. mgr. kemur: heilbrigðisráðuneytið; og orðin „Tryggingastofnun ríkisins“ í sama málslið falla brott.
 2. Á eftir 4. málsl. 5. mgr. kemur nýr málsliður sem orðast svo: Hið sama gildir um Tryggingastofnun ríkisins.


5. gr.

     4. málsl. 2. mgr. 14. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Komi áminning landlæknis skv. 14. gr. ekki að haldi getur hann ákveðið að viðkomandi skuli sviptur starfsleyfi að fullu eða tímabundið.
 3. Í stað orðanna „Ráðherra getur svipt heilbrigðisstarfsmann starfsleyfi, án undangenginnar áminningar að fenginni tillögu landlæknis“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Landlæknir getur svipt heilbrigðisstarfsmann starfsleyfi án undangenginnar áminningar.
 4. Í stað orðanna „ráðherra heimilt að fenginni tillögu landlæknis“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: landlækni heimilt.
 5. 2. málsl. 5. mgr. fellur brott.
 6. Í stað orðsins „ráðherra“ í 3. málsl. 5. mgr. kemur: landlæknir.
 7. Á eftir 5. mgr. kemur ný málsgrein sem verður 6. mgr. og orðast svo:
 8.      Ákvörðun landlæknis um sviptingu starfsleyfis eða takmörkun starfsleyfis sætir kæru til ráðherra.


7. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. málsl. 16. gr. laganna kemur: landlæknis.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Ráðherra getur að tillögu landlæknis“ í 1. málsl. kemur: Landlæknir getur.
 2. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. málsl. kemur: Landlæknir.


9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Komi áminning landlæknis skv. 14. gr. ekki að haldi getur hann ákveðið að svipta viðkomandi lækni eða tannlækni leyfi til þess að ávísa lyfjum, öllum eða einstökum flokkum, enda þyki ekki ástæða til að svipta hann starfsleyfi skv. 15. gr.
 2. 3. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 3. mgr. falla brott.
 3. Í stað orðsins „ráðherra“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: landlæknir.
 4. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 5.      Ákvörðun landlæknis um sviptingu réttar til að ávísa lyfjum sætir kæru til ráðherra.


10. gr.

     Í stað orðanna „Ráðherra getur að tillögu landlæknis“ í 20. gr. laganna kemur: Landlæknir getur.

11. gr.

     Orðið „landlæknis“ í 21. gr. laganna fellur brott.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingu.

12. gr.

     Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 7. tölul. 4. gr. laganna, sbr. 17. gr. laga nr. 160/2007, kemur: landlæknis.

III. KAFLI
Breyting á hjúkrunarlögum, nr. 8/1974, með síðari breytingum.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. og 2. tölul. 1. mgr. kemur: landlæknis.
 2. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. mgr. kemur: Heilbrigðisráðherra.


14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. mgr. kemur: Landlæknir.
 2. 3. mgr. orðast svo:
 3.      Ráðherra skipar þrjá menn í hjúkrunarráð til fjögurra ára í senn. Skal einn nefndarmaður tilnefndur af menntamálaráðuneyti, einn af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og einn nefndarmaður skipaður án tilnefningar.


15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. kemur: landlæknis.
 2. Í stað orðanna „Hjúkrunarfélag Íslands“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.


16. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 2. málsl. 7. gr. laganna kemur: landlæknis.

17. gr.

     Í stað orðsins „Heilbrigðismálaráðherra“ í 9. gr. laganna kemur: Ráðherra.

18. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. og 3. gr. laganna.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 40/1976, um sálfræðinga, með síðari breytingum.

19. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: landlæknis.

20. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis“ í 1. mgr. kemur: landlæknis.
 2. Í stað orðsins „Ráðuneytið“ í 2. mgr. kemur: Heilbrigðisráðherra.


21. gr.

     Í stað orðanna „Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti“ í 7. gr. laganna kemur: Heilbrigðisráðherra.

22. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. og 5. gr. laganna.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 58/1976, um sjúkraþjálfun, með síðari breytingum.

23. gr.

     Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: landlæknis.

24. gr.

     Orðin „og landlæknis“ í 2. málsl. 2. gr. laganna falla brott.

25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „ráðherra“ kemur: landlækni.
 2. Orðin „og landlæknir“ falla brott.


26. gr.

     Á eftir 3. gr. laganna kemur ný grein sem verður 4. gr. og orðast svo:
     Enginn sjúkraþjálfari má kalla sig sérfræðing í sérgrein innan sjúkraþjálfunar nema hann hafi fengið til þess leyfi landlæknis.
     Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um skilyrði fyrir veitingu sérfræðileyfis í sérgreinum sjúkraþjálfunar.

27. gr.

     4.–12. gr. laganna verða 5.–13. gr.

28. gr.

     Í stað orðsins „Ráðherra“ í 12. gr. laganna kemur: Heilbrigðisráðherra.

29. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 75/1977, um iðjuþjálfun, með síðari breytingum.

30. gr.

     Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: landlæknis.

31. gr.

     Í stað orðanna „stjórnar námsbrautar í iðjuþjálfun við Háskóla Íslands og landlæknis“ í 2. málsl. 2. gr. laganna kemur: iðjuþjálfunarbrautar við Háskólann á Akureyri.

32. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „ráðherra“ kemur: landlækni.
 2. Í stað orðanna „stjórn námsbrautar í iðjuþjálfun við Háskóla Íslands og landlæknir“ kemur: iðjuþjálfunarbraut við Háskólann á Akureyri.


33. gr.

     Í stað orðsins „Ráðherra“ í 12. gr. laganna kemur: Heilbrigðisráðherra.

34. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða með lögunum orðast svo:
     Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 18/1978, um þroskaþjálfa, með síðari breytingu.

35. gr.

     Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: landlæknis.

36. gr.

     Í stað orðsins „Ráðherra“ í 9. gr. laganna kemur: Heilbrigðisráðherra.

37. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 35/1978, um lyfjafræðinga, með síðari breytingum.

38. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. og 2. tölul. 1. mgr. kemur: landlæknis.
 2. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. mgr. kemur: Heilbrigðisráðherra.


39. gr.

     Í stað orðanna „ráðherra, er sendir þær til umsagnar landlæknis og“ í 2. gr. laganna kemur: landlæknis er sendir þær til umsagnar.

40. gr.

     Í stað orðsins „heilbrigðismálaráðherra“ í 4. gr. laganna kemur: landlæknis.

41. gr.

     Í stað orðanna „ráðherra, er sendir þær til umsagnar sömu aðilum og taldir eru í 2. gr.“ í 5. gr. laganna kemur: landlæknis er sendir þær til umsagnar Háskóla Íslands skv. 2. gr.

42. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Auk þess gilda ákvæði 1.–5. tölul. 1. mgr. 3. gr. og 2. og 3. mgr. sömu greinar.
 2. 2. mgr. fellur brott.


43. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Lyfjaeftirliti ríkisins“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Lyfjastofnun.
 2. Í stað orðsins „lyfjaeftirliti“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur: Lyfjastofnun.
 3. Í stað orðsins „meinatækna“ í 2. mgr. kemur: lífeindafræðinga.


44. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ í 2. málsl. 14. gr. laganna kemur: landlækni.

45. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1., 4. og 15. gr. laganna.

IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 99/1980, um lífeindafræðinga, með síðari breytingum.

46. gr.

     Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: landlæknis.

47. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „ráðherra“ í 3. mgr. kemur: landlæknis.
 2. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 4. mgr. kemur: Heilbrigðisráðherra.


48. gr.

     3. gr. laganna fellur brott.

49. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. gr. og 3. mgr. 2. gr. laganna.

X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 17/1984, um sjóntækjafræðinga, með síðari breytingum.

50. gr.

     Í stað orðsins „heilbrigðismálaráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: landlæknis.

51. gr.

     2. málsl. 2. gr. laganna orðast svo: Leita skal umsagnar læknadeildar Háskóla Íslands og Félags sjóntækjafræðinga áður en leyfið er veitt.

52. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: landlækni.

53. gr.

     4. gr. laganna fellur brott.

54. gr.

     Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: Heilbrigðisráðherra.

55. gr.

     Í stað orðsins „Ráðherra“ í 10. gr. laganna kemur: Heilbrigðisráðherra.

56. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna.

XI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 58/1984, um sjúkraliða, með síðari breytingum.

57. gr.

     Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: landlæknis.

58. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „heilbrigðisráðuneytisins“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: landlæknis.
 2. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: landlæknis.
 3. Í stað orðsins „ráðuneytið“ í 3. mgr. kemur: landlæknir.


59. gr.

     Í stað orðsins „Ráðherra“ í 8. gr. laganna kemur: Heilbrigðisráðherra.

60. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna.

XII. KAFLI
Breyting á ljósmæðralögum, nr. 67/1984, með síðari breytingum.

61. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. og 2. tölul. 1. mgr. kemur: landlæknis.
 2. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. mgr. kemur: Heilbrigðisráðherra.


62. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Á eftir orðunum „lokið hefur prófi“ í 1. mgr. kemur: í ljósmóðurfræðum frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands eða prófi.
 2. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Landlæknir.
 3. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: heilbrigðisráðherra.
 4. Í stað orðanna „Ljósmæðraskóla Íslands“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.


63. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: landlæknis.

64. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 38/1985, um tannlækningar, með síðari breytingum.

65. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. og 2. tölul. 1. mgr. kemur: landlæknis.
 2. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. mgr. kemur: Heilbrigðisráðherra.


66. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ í 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: landlækni.

67. gr.

     Orðin „og landlæknis“ í 5. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna falla brott.

68. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. og 2. tölul. 1. mgr. kemur: landlæknis.
 2. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: heilbrigðisráðuneytisins.


69. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 2. málsl. 12. gr. laganna kemur: landlæknis.

70. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „skýrir hann ráðherra frá málavöxtum“ í 2. málsl. kemur: skal hann leita álits tannlæknadeildar Háskóla Íslands.
 2. 3. málsl. fellur brott.


71. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. og 5. gr. laganna.

XIV. KAFLI
Breyting á læknalögum, nr. 53/1988, með síðari breytingum.

72. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. og 2. tölul. 1. mgr. kemur: landlæknis.
 2. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. mgr. kemur: Heilbrigðisráðherra.


73. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 2. mgr. kemur: heilbrigðisráðherra.
 2. Orðin „landlæknis og“ í 3. mgr. falla brott.


74. gr.

     Í stað orðanna „ráðherra eftir meðmælum landlæknis“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: landlæknir.

75. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. og 2. tölul. 1. mgr. kemur: landlæknis.
 2. Orðin „landlæknis og“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.


76. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
 1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Um lyfjaauglýsingar fer samkvæmt lyfjalögum.
 2. Orðið „lækningaáhöld“ í 3. mgr. fellur brott.


77. gr.

     2. málsl. 26. gr. laganna orðast svo: Landlæknir getur þó, að fenginni umsókn viðkomandi læknis, veitt undanþágu frá þessu ákvæði til eins árs í senn.

78. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæðum til bráðabirgða í lögunum:
 1. 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum fellur brott.
 2. Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
 3.      Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. og 5. gr. laganna.


XV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 95/1990, um félagsráðgjöf, með síðari breytingum.

79. gr.

     Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: landlæknis.

80. gr.

     Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: landlæknis.

81. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. og 4. gr. laganna.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 24/1985, um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta, með síðari breytingum.

82. gr.

     Í stað orðsins „heilbrigðismálaráðherra“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: heilbrigðisráðherra.

83. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „löggildingu heilbrigðismálaráðherra“ í 1. mgr. kemur: starfsleyfi landlæknis.
 2. Í stað orðsins „reglur“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: reglugerð.
 3. Orðin „og landlæknis“ í 3. mgr. falla brott.


84. gr.

     3. gr. laganna orðast svo:
     Rétt til þess að nota hér á landi starfsheiti sem heilbrigðisráðherra ákveður að fella undir lög þessi, sbr. 2. gr., hafa þeir einir sem hlotið hafa til þess starfsleyfi landlæknis.

85. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðismálaráðherra hefur veitt löggildingu“ í 5. gr. laganna kemur: landlæknir hefur veitt starfsleyfi.

86. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 2. og 3. gr. laganna.

XVII. KAFLI
Gildistaka.

87. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. apríl 2008.

Samþykkt á Alþingi 4. mars 2008.