Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1196, 135. löggjafarþing 578. mál: ættleiðingar (gildistími forsamþykkis).
Lög nr. 51 5. júní 2008.

Lög um breyting á lögum um ættleiðingar, nr. 130/1999, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 1. mgr. 31. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó er ekki skylt að leita umsagnar barnaverndarnefndar ef umsækjendur hafa fengið útgefið forsamþykki á síðustu fjórum árum og umsókn þeirra um ættleiðingu er til umfjöllunar hjá erlendu ættleiðingaryfirvaldi nema hagir umsækjenda hafi breyst verulega að mati sýslumanns.

2. gr.

     Fyrri málsliður 3. mgr. 32. gr. laganna orðast svo: Forsamþykki skal ekki gilda lengur en í þrjú ár frá útgáfudegi.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Úr umsóknum um forsamþykki sem borist hafa sýslumanni fyrir gildistöku laga þessara skal leysa samkvæmt lögum þessum.

Samþykkt á Alþingi 28. maí 2008.