Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1267, 135. löggjafarþing 614. mál: almannatryggingar (frítekjumark örorkulífeyrisþega).
Lög nr. 57 7. júní 2008.

Lög um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 3. málsl. b-liðar 2. mgr. 16. gr. laganna skal örorkulífeyrisþegi á tímabilinu 1. júlí 2008 til 1. janúar 2009 geta valið um að hafa 100.000 kr. frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna eða telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 29. maí 2008.