Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1266, 135. löggjafarþing 529. mál: skráning og mat fasteigna (starfsemi og fjármögnun Fasteignamats ríkisins).
Lög nr. 83 12. júní 2008.

Lög um breyting á lögum nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna, með síðari breytingum.


1. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Fasteignaskrá Íslands fer með yfirstjórn fasteignaskráningar samkvæmt lögum þessum og rekstur gagna- og upplýsingakerfis er nefnist fasteignaskrá á tölvutæku formi.
     Í fasteignaskrá skal skrá allar fasteignir í landinu. Kjarni fasteignaskrár eru upplýsingar um lönd og lóðir og hnitsett afmörkun þeirra, mannvirki við þau skeytt og réttindi þeim viðkomandi. Fasteignaskrá er grundvöllur þinglýsingabókar fasteigna, mats fasteigna og húsaskrár Þjóðskrár og þannig úr garði gerð að hún nýtist sem stoðgagn í landupplýsingakerfum. Saga breytinga á skráningu fasteignar skal varðveitt í fasteignaskrá.

2. gr.

     9. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar þrjá menn í stjórn Fasteignaskrár Íslands. Skal einn tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, einn af Samtökum fjármálafyrirtækja og einn skipaður án tilnefningar. Skal stjórnin skipuð til fjögurra ára.
     Stjórn Fasteignaskrár Íslands mótar starf og innra skipulag stofnunarinnar og hefur eftirlit með starfsemi hennar. Stjórnin gerir tillögur að gjaldskrá stofnunarinnar sem síðan skal staðfest af ráðherra. Við ákvörðun gjaldskrár skal taka mið af kostnaði einstakra rekstrarþátta sem skulu aðgreindir í bókhaldi. Gjaldskrá skal endurskoðuð árlega.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „fasteignamatshluta“ í 1. mgr. kemur: matshluta.
 2. 1. tölul. 1. mgr. orðast svo: Í stofnhluta eru heiti, auðkenni og hnitsett afmörkun fasteigna sem birt skal í fasteignaskrá á myndrænan hátt.
 3. Í stað orðsins „fasteignamatshluta“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: matshluta.


4. gr.

     11. gr. laganna orðast svo:
     Þær upplýsingar sem sveitarfélög forskrá í stofnhluta fasteignaskrár taka gildi þegar Fasteignaskrá Íslands hefur staðfest þær eða eftir atvikum þinglýsingarstjóri.
     Heimilt er Fasteignaskrá Íslands að fela sveitarfélögum að fullskrá upplýsingar í fasteignaskrá.

5. gr.

     1. mgr. 12. gr. laganna orðast svo:
     Allar fasteignir skulu bera fast auðkenni, fasteignanúmer, sem Fasteignaskrá Íslands úthlutar. Númerið er hlaupandi raðtala og felur ekki í sér aðrar upplýsingar.

6. gr.

     14. gr. laganna orðast svo:
     Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá skal leggja fram í viðkomandi sveitarfélagi. Stofnun fasteignar getur verið grundvölluð á samruna fasteigna eða skiptingu fasteignar, svo sem fjöleignar eða fjöleignarhúss, sbr. 15. gr. Umsókn skal undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar og þar skal eftirfarandi koma fram:
 1. fasteignanúmer þeirra fasteigna sem ný fasteign er mynduð af, sé um samruna að ræða,
 2. fasteignanúmer þeirrar fasteignar sem skipta skal, sé um slíkt að ræða,
 3. afmörkun fasteignar á hnitsettum uppdrætti sem staðfestur hefur verið af skipulagsyfirvöldum, sé um skiptingu eða samruna lands að ræða,
 4. auðkenni sameignarlands, sé um það að ræða.

     Ef óskað er eftir að breyta fyrirliggjandi upplýsingum um fasteign skal eigandi sækja um breytingu á skráningarupplýsingum um fasteign í fasteignaskrá hjá viðkomandi sveitarfélagi.

7. gr.

     1. og 2. mgr. 15. gr. laganna orðast svo:
     Við myndun fasteignar í fjöleignarhúsi eða fjöleign skal skrá auðkenni hverrar fasteignar á grundvelli umsóknar um stofnun fasteignar í fasteignaskrá, sbr. 14. gr.
     Fasteignir í fjöleign skulu skilgreindar með hlutfallstölu. Fasteignir í fjöleignarhúsum skulu afmarkaðar á grunnteikningum og skráningartöflu húss. Um skráningu fasteigna í fjöleignarhúsum fer samkvæmt lögum um fjöleignarhús.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
 1. Síðari málsliður 1. mgr. fellur brott.
 2. 2. mgr. fellur brott.


9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
 1. 1. mgr. fellur brott.
 2. Í stað orðanna „með þinglýsingu stofnskjals“ í 2. mgr. kemur: í fasteignaskrá.


10. gr.

     18. gr. laganna orðast svo:
     Um þróun fasteignaskráningar og fasteignaskrár skal Fasteignaskrá Íslands hafa samráð við skráningarstjórnvöld og helstu hagsmunaaðila.

11. gr.

     Fyrirsögn III. kafla laganna orðast svo: Fasteignaskrá.

12. gr.

     Í stað orðanna „Fasteignamat ríkisins getur, hvenær sem það“ í 1. mgr. 21. gr. laganna kemur: Fasteignaskrá Íslands getur, hvenær sem hún.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Skráður eigandi fasteignar er sá sem hefur þinglýsta eignarheimild hverju sinni. Sé fasteign ekki skráð í þinglýsingarhluta fasteignaskrár er fyrrverandi eigandi ábyrgur fyrir tilkynningu til Fasteignaskrár um breytingar á eignaryfirráðum yfir skráðri eign sinni.
 3. Í stað orðsins „Þinglýsingardómurum“ í 3. mgr. kemur: Þinglýsingarstjórum.
 4. Í stað orðsins „fasteignamatsins“ í 4. mgr. kemur: stofnunarinnar.


14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 24. gr. laganna:
 1. Við 1. mgr. bætist: sbr. 2. mgr. 9. gr.
 2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 3.      Í gjaldskrá skal m.a. kveða á um:
  1. gjald sveitarfélaga fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda; skal gjaldið nema tilteknu hlutfalli af heildarfasteignamati í sveitarfélagi 31. desember ár hvert,
  2. gjald vátryggingafélaga fyrir afnot af brunabótamati og kerfi því viðkomandi; skal gjaldið nema tilteknu hlutfalli af brunabótamati allra húseigna sem eru tryggðar hjá vátryggingafélagi í lok hvers mánaðar,
  3. gjald fyrir vélrænar fyrirspurnir úr þinglýsingabók,
  4. gjald fyrir skráningu nýrrar fasteignar í fasteignaskrá.15. gr.

     1. og 2. mgr. 27. gr. laganna orðast svo:
     Skráð matsverð fasteignar skal vera gangverð umreiknað til staðgreiðslu, miðað við heimila og mögulega nýtingu á hverjum tíma, sem ætla má að eignin hefði í kaupum og sölum í febrúarmánuði næst á undan matsgerð, enda taki hún gildi á tímabilinu 31. desember til loka febrúarmánaðar. Taki matsgerð gildi á tímabilinu 1. mars til 30. desember skal miða við febrúarmánuð þar næst á undan matsgerð, sbr. 32. gr. a.
     Sé gangverð fasteignar ekki þekkt skal matsverð ákveðið eftir bestu fáanlegri vitneskju um gangverð sambærilegra fasteigna með hliðsjón af tekjum af þeim, kostnaði við gerð mannvirkja, aldri þeirra, legu eignar með tilliti til samgangna, nýtingarmöguleikum, hlunnindum, jarðvegsgerð, gróðurfari, náttúrufegurð og öðrum þeim atriðum sem kunna að hafa áhrif á gangverð eignarinnar.

16. gr.

     3. mgr. 31. gr. laganna orðast svo:
     Ákvæði 13., 14. og 18. gr. stjórnsýslulaga gilda ekki við meðferð mála samkvæmt þessari grein og 30. gr. laga þessara. Eiganda skal tilkynnt um nýtt eða breytt fasteignamat. Sætti eigandi sig ekki við ákvörðun fasteignamats getur hann gert skriflega og rökstudda kröfu um endurupptöku málsins innan eins mánaðar frá tilkynningu ákvörðunar.

17. gr.

     Á eftir 32. gr. laganna kemur ný grein, 32. gr. a, svohljóðandi:
     Fasteignaskrá Íslands skal endurmeta skráð matsverð allra fasteigna 31. maí ár hvert. Skal það verð talið fasteignamatsverð frá og með 31. desember þess árs til jafnlengdar næsta árs nema sérstök matsgerð komi til. Frestur eiganda til athugasemda skal vera mánuður frá tilkynningu ákvörðunar. Matsgerðir framkvæmdar á tímabilinu júní til desember skulu taka bæði til skráðs matsverðs og fyrirhugaðs matsverðs.
     Fasteignaskrá Íslands ber eigi síðar en í júnímánuði ár hvert að gera hverju sveitarfélagi og hverjum eiganda grein fyrir niðurstöðum endurmats skv. 1. mgr. sem tekur gildi í viðkomandi sveitarfélagi næsta 31. desember.

18. gr.

     Orðin „skv. 31. gr.“ og „samkvæmt þeirri grein“ í 1. mgr. 34. gr. laganna falla brott.

19. gr.

     35. gr. laganna fellur brott.

20. gr.

     Í stað orðanna „Fasteignamat ríkisins“ í 1. mgr. 7. gr., 8. gr., 3.–8. mgr. 19. gr., 2. mgr. 22. gr., 1. og 2. mgr. 29. gr., 1. mgr. 30. gr., 2. mgr. 31. gr. og 32. gr., orðanna „Fasteignamati ríkisins“ í 2. mgr. 5. gr., 2. mgr. 6. gr., 1. mgr. 16. gr., 1. og 5. mgr. 19. gr., 20. gr., 3. og 4. mgr. 22. gr., 23. gr., 24. gr., 2. og 3. mgr. 29. gr., 1. og 2. mgr. 30. gr. og 32. gr. og orðanna „Fasteignamats ríkisins“ í 2. mgr. 6. gr., 2. mgr. 19. gr. og 1. mgr. 31. gr. laganna kemur í viðeigandi beygingarfalli: Fasteignaskrá Íslands; og í stað orðanna „það telur“ í 32. gr. laganna kemur: hún telur.

21. gr.

     Í stað orðanna „Landskrá fasteigna“ í 2. mgr. 3. gr., 1. mgr. 10. gr., 3. mgr. 16. gr., 2. og 4. mgr. 21. gr., 24. gr., 3. mgr. 30. gr., 4. mgr. 31. gr. og 2. mgr. 34. gr. og orðanna „Landskrár fasteigna“ í 2. og 3. mgr. 10. gr. og 25. gr. laganna kemur í viðeigandi beygingarfalli: fasteignaskrá.

22. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „0,007%“ í a-lið ákvæðis til bráðabirgða III við lögin kemur: 0,006%.

23. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2009 að undanskilinni 22. gr. sem öðlast gildi nú þegar.

24. gr.

     Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
 1. Lög um bæjanöfn o.fl., nr. 35/1953: Í stað orðanna „Fasteignamati ríkisins“ í 3. gr. laganna kemur: Fasteignaskrá Íslands.
 2. Lög um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973, með síðari breytingum: Í stað orðanna „fasteignamati ríkisins“ í 18. gr. laganna kemur: Fasteignaskrá Íslands.
 3. Lög um stimpilgjald, nr. 36/1978: Í stað orðanna „Fasteignamat ríkisins“ í 1. mgr. 17. gr. laganna kemur: Fasteignaskrá Íslands.
 4. Þinglýsingalög, nr. 39/1978, með síðari breytingum:
  1. Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 6. gr. laganna:
   1. Orðin „nema um stofnskjal sé að ræða“ í b-lið falla brott.
   2. C-liður fellur brott.
   3. Í stað orðsins „fastanúmers“ í d-lið kemur: fasteignanúmers.
   4. Í stað orðanna „2. mgr. 20. gr.“ í e-lið kemur: fasteignaskrá.
  2. 2., 3. og 4. mgr. 20. gr. laganna falla brott.
  3. Í stað orðanna „þinglýsingar stofnskjals skv. 20. gr.“ í 2. mgr. 24. gr. laganna kemur: stofnunar fasteignar í fasteignaskrá skv. 14. gr. laga nr. 6/2001.
  4. Í stað orðanna „Landskrá fasteigna“ í 2. mgr. 8. gr., 1. mgr. 9. gr., 2. mgr. 13. gr., 2. mgr. 24. gr. laganna og 1.– 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða og orðanna „Landskrár fasteigna“ í 2. mgr. 8. gr. og 1. og 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða kemur í viðeigandi beygingarfalli: fasteignaskrá.
  5. Í stað orðanna „Fasteignamat ríkisins“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða við lögin kemur: Fasteignaskrá Íslands.
 5. Lög um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum: 25. tölul. 1. mgr. 14. gr. laganna fellur brott.
 6. Lög um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Fasteignamats ríkisins“ í 2. mgr. 17. gr. og orðanna „Fasteignamati ríkisins“ í 4. mgr. 17. gr. laganna kemur í viðeigandi beygingarfalli: Fasteignaskrá Íslands.
 7. Lög um brunatryggingar, nr. 48/1994, með síðari breytingum:
  1. Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
   1. Í stað 2. og 3. málsl. 2. mgr. koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Ákvæði 13., 14. og 18. gr. stjórnsýslulaga gilda ekki við meðferð mála um ákvörðun brunabótamats. Eiganda skal send tilkynning um nýtt eða breytt brunabótamat. Sætti eigandi sig ekki við ákvörðun brunabótamats getur hann gert skriflega og rökstudda kröfu um endurupptöku málsins innan eins mánaðar frá tilkynningu ákvörðunar.
   2. 3. og 4. málsl. 10. mgr. falla brott.
   3. Í stað orðanna „Landskrá fasteigna“ í 1. og 10. mgr. kemur: fasteignaskrá.
  2. Í stað orðanna „Fasteignamat ríkisins“ í 1., 2., 4. og 7. mgr. 2. gr., orðanna „Fasteignamats ríkisins“ í 6. mgr. 2. gr. og 3. mgr. 3. gr. og orðanna „Fasteignamati ríkisins“ í 7. og 10. mgr. 2. gr. laganna kemur í viðeigandi beygingarfalli: Fasteignaskrá Íslands.
 8. Lög um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum:
  1. Í stað orðanna „Landskrá fasteigna“ í 2. mgr. 2. gr., 1. mgr. 3. gr. og 1. og 4. mgr. 4. gr. laganna kemur: fasteignaskrá.
  2. Í stað orðanna „Fasteignamat ríkisins“ í 2. mgr. 2. gr. og 4. mgr. 4. gr. og orðanna „Fasteignamats ríkisins“ í 3. mgr. 4. gr. laganna kemur í viðeigandi beygingarfalli: Fasteignaskrá Íslands.
 9. Lög um grunnskóla, nr. 66/1995, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Fasteignamati ríkisins“ í 3. mgr. 21. gr. laganna kemur: Fasteignaskrá Íslands.
 10. Lög um Bjargráðasjóð, nr. 146/1995: Í stað orðanna „Fasteignamat ríkisins“ í a-lið 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: Fasteignaskrá Íslands.
 11. Skipulags- og byggingarlög, nr. 73/1997, með síðari breytingum:
  1. Orðin „sem skal þinglýsa“ í lokamálslið 1. mgr. 29. gr. laganna falla brott.
  2. Í stað orðanna „Fasteignamat ríkisins“ í 2. mgr. 29. gr. og 3. mgr. 35. gr. og orðanna „Fasteignamati ríkisins“ í 3. mgr. 35. gr. laganna kemur í viðeigandi beygingarfalli: Fasteignaskrá Íslands.
 12. Lög um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, nr. 78/2002, með síðari breytingum:
  1. Í stað orðanna „Landskrá fasteigna“ í 1. mgr. 3. gr. og 8. gr. laganna kemur: fasteignaskrá.
  2. Í stað orðanna „Fasteignamati ríkisins“ í 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: Fasteignaskrá Íslands.
 13. Lög um erfðafjárskatt, nr. 14/2004: Í stað orðanna „Fasteignamati ríkisins“ í b-lið 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: Fasteignaskrá Íslands.
 14. Jarðalög, nr. 81/2004, með síðari breytingum:
  1. Orðin „ásamt stofnskjali ef við á“ í 3. málsl. 1. mgr. 13. gr. laganna falla brott.
  2. Í stað orðanna „Landskrár fasteigna“ í 1.–3. mgr. 11. gr., 4. mgr. 26. gr. laganna og ákvæði til bráðabirgða III kemur: fasteignaskrár.
  3. Í stað orðanna „Fasteignamat ríkisins“ í 1. mgr. 11. gr. og orðanna „Fasteignamati ríkisins“ í 2. mgr. 11. gr. laganna kemur í viðeigandi beygingarfalli: Fasteignaskrá Íslands.


Samþykkt á Alþingi 29. maí 2008.