Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1361, 135. löggjafarþing 660. mál: vopnalög (námskeiðs- og prófagjöld).
Lög nr. 124 17. september 2008.

Lög um breytingu á vopnalögum, nr. 16 25. mars 1998, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað 2. málsl. 3. mgr. 13. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Kostnaður vegna námskeiða og prófa greiðist með gjaldi sem ráðherra ákveður að fengnum tillögum ríkislögreglustjóra. Ráðherra setur í reglugerð ákvæði um námskeið þessi og próf, þ.m.t. námskeiðs- og prófagjöld.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. september 2008.