Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 480, 136. löggjafarþing 213. mál: stimpilgjald (fjárnámsendurrit).
Lög nr. 168 23. desember 2008.

Lög um breyting á lögum um stimpilgjald, nr. 36/1978, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 24. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gjald skal greiða fyrir stimplun aðfarargerða, kyrrsetningargerða og löggeymslu þegar endurritum úr gerðabók um þessar gerðir er þinglýst.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 2008.