Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 474, 136. löggjafarþing 262. mál: Ríkisútvarpið ohf. (fjárhæð sérstaks gjalds).
Lög nr. 174 29. desember 2008.

Lög um breytingu á lögum nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „Tekjustofnar“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Tekjur.
  2. Á eftir 1. málsl. 1. tölul. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Gjaldið rennur í ríkissjóð.
  3. Í stað fjárhæðarinnar „14.580 kr.“ í 3. málsl. 1. tölul. 1. mgr. kemur: 17.200 kr.
  4. Við 2. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Í stað tíu gjalddaga skal gjalddagi einstaklinga vera einn, 1. ágúst ár hvert. Dragist framlagning álagningarskrár fram yfir 1. ágúst færist gjalddagi til fyrsta dags næsta mánaðar eftir framlagningu.
  5. 3. mgr. fellur brott.
  6. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Tekjur.


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2009.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 2008.