Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 744, 136. löggjafarþing 357. mál: iðnaðarmálagjald.
Lög nr. 21 23. mars 2009.

Lög um breyting á lögum nr. 134/1993, um iðnaðarmálagjald, með síðari breytingum.


1. gr.

     Viðauki við lögin orðast svo:
Viðauki.
     Til iðnaðar skv. 1. mgr. 2. gr. skulu teljast eftirtaldar atvinnugreinar samkvæmt Íslenskri atvinnugreinaflokkun, ÍSAT2008:
05 Kolanám.
06 Vinnsla á hráolíu og jarðgasi.
07 Málmnám og málmvinnsla.
08 Nám og vinnsla annarra hráefna úr jörðu.
09 Þjónustustarfsemi við námuvinnslu.
Úr 10 Matvælaframleiðsla.
10.20.4 Framleiðsla lagmetis úr fiskafurðum, krabbadýrum og lindýrum.
10.3 Vinnsla ávaxta og grænmetis.
10.42 Framleiðsla á smjörlíki og svipaðri feiti til manneldis.
10.6 Framleiðsla á kornvöru, mjölva og mjölvavöru.
10.7 Framleiðsla á bakarís- og mjölkenndum vörum.
10.8 Framleiðsla á öðrum matvælum.
10.9 Fóðurframleiðsla.
11 Framleiðsla á drykkjarvörum.
12 Framleiðsla á tóbaksvörum.
13 Framleiðsla á textílvörum.
14 Fatagerð.
15 Framleiðsla á leðri og leðurvörum.
16 Framleiðsla á viði, viðarvörum og korki, önnur en húsgagnagerð; framleiðsla á vörum úr hálmi og fléttuefnum.
17 Framleiðsla á pappír og pappírsvöru.
18 Prentun og fjölföldun upptekins efnis. Þó ekki 18.20.0, fjölföldun upptekins efnis.
19 Framleiðsla á koksi og hreinsuðum olíuvörum.
20 Framleiðsla á efnum og efnavörum.
21 Framleiðsla á lyfjum og efnum til lyfjagerðar.
22 Framleiðsla á gúmmí- og plastvörum.
23 Framleiðsla á vörum úr málmlausum steinefnum.
24 Framleiðsla málma.
25 Framleiðsla á málmvörum, að undanskildum vélum og búnaði.
26 Framleiðsla á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum.
27 Framleiðsla á rafbúnaði og heimilistækjum.
28 Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum og tækjum.
29 Framleiðsla á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum.
30 Framleiðsla annarra farartækja.
31 Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum.
32 Framleiðsla, ót.a.
33 Viðgerðir og uppsetning vélbúnaðar og tækja.
Úr 38 Sorphirða, meðhöndlun og förgun sorps; endurnýting efnis.
38.3 Endurnýting efnis.
41 Bygging húsnæðis; þróun byggingarverkefna. Þó ekki 41.10.0, þróun byggingarverkefna.
42 Mannvirkjagerð.
43 Sérhæfð byggingarstarfsemi.
Úr 45 Sala, viðgerðir og viðhald á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum.
45.2 Bílaviðgerðir og viðhald.
Úr 58 Útgáfustarfsemi.
58.2 Hugbúnaðarútgáfa.
62 Þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni.
Úr 63 Starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu.
63.1 Gagnavinnsla, hýsing og tengd starfsemi, vefgáttir.
Úr 74 Önnur sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi.
74.2 Ljósmyndaþjónusta.
95 Viðgerðir á tölvum og hlutum til einka- og heimilisnota.
Úr 96 Önnur þjónustustarfsemi.
96.02 Hárgreiðslu- og snyrtistofur.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda árið 2009 vegna tekna ársins 2008.

Samþykkt á Alþingi 17. mars 2009.