Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 823, 136. löggjafarþing 402. mál: íslenskur ríkisborgararéttur (próf og gjaldtökuheimild).
Lög nr. 26 31. mars 2009.

Lög um breyting á lögum um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100 23. desember 1952, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 3. tölul. 9. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Ráðherra getur falið Námsmatsstofnun eða öðrum sambærilegum aðila að annast undirbúning og framkvæmd prófa og greiðist kostnaður vegna þessa með gjaldi sem ráðherra ákveður.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 25. mars 2009.