Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 849, 136. löggjafarþing 412. mál: málefni aldraðra (gjald í Framkvæmdasjóð).
Lög nr. 36 3. apríl 2009.

Lög um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
  1. Í stað fjárhæðarinnar „7.103“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 7.534.
  2. Í stað orðanna „1.080.067 kr. á tekjuárinu 2007“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 1.143.362 kr. á því ári sem næst er á undan álagningarárinu.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2009 vegna tekna ársins 2008.

Samþykkt á Alþingi 30. mars 2009.