Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 291, 137. löggjafarþing 82. mál: Lánasjóður íslenskra námsmanna (afnám skilyrðis um ábyrgðarmenn).
Lög nr. 78 27. júlí 2009.

Lög um breyting á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 21/1992, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. 5. mgr. orðast svo:
  2.      Námsmenn, sem fá lán úr sjóðnum, skulu undirrita skuldabréf við lántöku, teljist þeir lánshæfir samkvæmt reglum stjórnar sjóðsins. Teljist námsmaður ekki lánshæfur getur hann lagt fram ábyrgðir sem sjóðurinn telur viðunandi. Ábyrgðir geta m.a. verið ábyrgðaryfirlýsing fjármálastofnunar eða yfirlýsing ábyrgðarmanns um sjálfskuldarábyrgð á endurgreiðslu námsláns ásamt vöxtum og verðtryggingu þess allt að tiltekinni fjárhæð.
  3. 6. mgr. orðast svo:
  4.      Stjórn sjóðsins er heimilt að veita námslán allt að hámarksfjárhæð samkvæmt úthlutunarreglum eða fyrir þeirri fjárhæð sem ábyrgð hefur verið veitt fyrir skv. 5. mgr.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Ákvæði laga þessara gilda ekki um lánsloforð sem veitt hafa verið fyrir gildistöku laganna. Um frágang skuldabréfa vegna þeirra fer eftir þágildandi ákvæðum laga nr. 21/1992, reglugerð nr. 602/1997, um Lánasjóð íslenskra námsmanna, og úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
     Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna skal við innheimtu á hendur ábyrgðarmönnum námslána vera bundin af þeim reglum sem fram koma í III. kafla laga um ábyrgðarmenn, nr. 32/2009, eftir því sem við á.

Samþykkt á Alþingi 23. júlí 2009.