Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 460, 138. löggjafarþing 165. mál: lax- og silungsveiði (atkvæðisréttur eigenda eyðijarða í veiðifélögum).
Lög nr. 119 22. desember 2009.

Lög um breytingu á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir orðunum „þær jarðir“ í 3. málsl. 1. mgr. 40. gr. laganna kemur: þar á meðal eyðijarðir.

2. gr.

     Við f-lið 50. gr. laganna bætist: 1. mgr. 33. gr.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi við birtingu.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2009.