Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 463, 138. löggjafarþing 238. mál: eftirlaun til aldraðra (afnám umsjónarnefndar).
Lög nr. 122 21. desember 2009.

Lög um breytingu á lögum nr. 113/1994, um eftirlaun til aldraðra, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 3. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Umsjónarnefnd samkvæmt 17. gr. er heimilt að úrskurða“ í 1. málsl. kemur: Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að ákveða.
 2. Í stað orðanna „úrskurð umsjónarnefndar“ í 2. málsl. kemur: ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins.


2. gr.

     Í stað orðanna „Umsjónarnefnd eftirlauna“ í 4. málsl. 1. mgr. 6. gr., 7. mgr. 12. gr. og 3. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna og orðanna „umsjónarnefndar eftirlauna“ í 7. málsl. 1. mgr. 6. gr. og 1. mgr. 18. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Tryggingastofnun ríkisins.

3. gr.

     Í stað orðsins „úrskurðun“ í 5. mgr. 6. gr. laganna kemur: ákvörðun.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 8. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Umsjónarnefnd eftirlauna er heimilt að úrskurða“ í 1. málsl. kemur: Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að ákveða.
 2. Í stað orðanna „úrskurð umsjónarnefndar“ í 2. málsl. kemur: ákvörðun stofnunarinnar.


5. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 11. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „umsjónarnefnd eftirlauna“ í 5. málsl. 2. mgr. og 5. mgr. kemur: Tryggingastofnun ríkisins.
 2. Í stað orðanna „umsjónarnefnd þó heimilt að úrskurða“ í 2. málsl. 6. mgr. kemur: Tryggingastofnun ríkisins heimilt að ákveða.


6. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 16. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Umsjónarnefnd eftirlauna úrskurðar“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Tryggingastofnun ríkisins ákveður.
 2. Í stað orðanna „umsjónarnefnd eftirlauna“ í 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. kemur: Tryggingastofnun ríkisins.


7. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 17. gr. laganna:
 1. 1. mgr. fellur brott.
 2. Í stað orðsins „Nefndin“ í 1. málsl. 2. mgr., orðsins „nefndinni“ í 2. málsl. 2. mgr. og orðsins „nefndarinnar“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Tryggingastofnun ríkisins.
 3. Í stað orðsins „nefndin“ í 2. málsl. 2. mgr. og 2. málsl. 3. mgr. kemur: stofnunin.
 4. 3. málsl. 2. mgr. fellur brott.
 5. 4. mgr. orðast svo:
 6.      Heimilt er að kæra ákvarðanir Tryggingastofnunar ríkisins sem teknar eru á grundvelli laga þessara til úrskurðarnefndar almannatrygginga.


8. gr.

     19. gr. laganna orðast svo:
     Tryggingastofnun ríkisins innir af hendi greiðslur til lífeyrissjóða og annarra aðila samkvæmt úthlutun og ákvörðunum stofnunarinnar, færir þær á viðskiptareikning hjá Atvinnuleysistryggingasjóði og krefur ríkissjóð og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga um útgjaldahluta þeirra.

9. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2010.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2009.