Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 561, 138. löggjafarþing 239. mál: ráðstafanir í skattamálum (breyting ýmissa laga, hækkun gjalda).
Lög nr. 130 23. desember 2009.

Lög um ráðstafanir í skattamálum (virðisaukaskattur o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „51,12 kr.“ í 3. mgr. 1. gr. laganna kemur: 52,77 kr.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

2. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „20,44 kr.“ í 14. gr. laganna kemur: 22,94 kr.

3. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2009“ í ákvæði til bráðabirgða VII, IX og X í lögunum kemur: 31. desember 2010.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.

4. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2009“ í ákvæði til bráðabirgða IX í lögunum kemur: 31. desember 2010.

5. gr.

     Eftirgreind tollskrárnúmer falla brott úr A-lið viðauka I við lögin: 1906.9024, 2106.9061, 2106.9069.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.

6. gr.

     Í stað fjárhæðanna „8,45 kr.“, „11,40 kr.“, „2.818 kr.“, „4.227 kr.“ og „50.976 kr.“ í 2. gr. laganna kemur: 9,30 kr.; 12,55 kr.; 3.100 kr.; 4.650 kr.; og: 56.074 kr.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „75,95 kr.“ í 1. tölul. kemur: 83,54 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „68,31 kr.“ í 2. tölul. kemur: 75,14 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „91,57 kr.“ í 3. tölul. kemur: 100,73 kr.


8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „295,57 kr.“ í 1. tölul. kemur: 325,13 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „3,50 kr.“ í 2. tölul. kemur: 3,85 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „10,57 kr.“ í 3. tölul. kemur: 11,63 kr.


9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „371,27 kr.“ í 1. tölul. kemur: 408,40 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „18,55 kr.“ í 2. tölul. kemur: 20,41 kr.


VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald, með síðari breytingum.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða II í lögunum:
 1. Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2009“ kemur: 31. desember 2010.
 2. Við ákvæðið bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Undanþágan á ekki við þegar skilmálabreyting verður til þess að skjalið uppfyllir skilyrði 1. málsl. 1. mgr. 24. gr. laganna.


11. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2009“ í ákvæði til bráðabirgða III í lögunum kemur: 31. desember 2010.

12. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 8. og 24. gr. laganna skulu skjöl sem gefin eru út á tímabilinu frá og með 1. desember 2009 til og með 31. desember 2010 og fela í sér breytingar á skilmálum á bílalánum einstaklinga vera undanþegin greiðslu stimpilgjalds, að því tilskildu að sömu aðilar séu að bílaláninu og hinu nýja skjali.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

13. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „80,32%“ í 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 79,68%.

14. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „80,32%“ í 3. og 5. mgr. 13. gr. laganna kemur: 79,68%.

15. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „24,5%“ í 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: 25,5%.

16. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „19,68%“ í 2. og 8. mgr. 16. gr. laganna kemur: 20,32%.

17. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „19,68%“ í 1. mgr. 20. gr. laganna kemur: 20,32%.

18. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „19,68%“ í 6. mgr. 42. gr. laganna kemur: 20,32%.

19. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2009“ í ákvæði til bráðabirgða X og XI í lögunum kemur: 31. desember 2010.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.

20. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „1.350 kr.“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 15.000 kr.
  1. 2. tölul. 1. mgr. orðast svo: Fyrir þingfestingu:
  2. Af stefnufjárhæð allt að 3.000.000 kr. 15.000 kr.
  3. Af stefnufjárhæð frá 3.000.000 kr. að 30.000.000 kr. vegna mála þar sem krafist er viðurkenningar á réttindum og/eða skyldu 30.000 kr.
  4. Af stefnufjárhæð frá 30.000.000 kr. og fjárhæðum umfram það 90.000 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 15.000 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „150 kr.“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: 250 kr.
 4. Í stað fjárhæðarinnar „12.700 kr.“ í 1. og 2. tölul. 2. mgr. kemur: 50.000 kr.
 5. 3. tölul. 2. mgr. orðast svo: Fyrir útgáfu áfrýjunarstefnu:
  1. Af áfrýjunarfjárhæð allt að 3.000.000 kr. 25.000 kr.
  2. Af áfrýjunarfjárhæð frá 3.000.000 kr. að 30.000.000 kr. vegna mála þar sem krafist er viðurkenningar á réttindum og/eða skyldu 50.000 kr.
  3. Af áfrýjunarfjárhæð frá 30.000.000 kr. og fjárhæðum umfram það 130.000 kr.
 6. Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 4. tölul. 2. mgr. kemur: 25.000 kr.
 7. Í stað fjárhæðarinnar „12.700 kr.“ í 5. tölul. 2. mgr. kemur: 50.000 kr.
 8. Í stað fjárhæðarinnar „6.300 kr.“ í 3. mgr. kemur: 15.000 kr.


21. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: 15.000 kr.

22. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 3. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 1. málsl. kemur: 15.000 kr.
 2. Við 6. og 8. tölul. bætist: þó ekki nauðasamnings til greiðsluaðlögunar.


23. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. a laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í a-lið kemur: 15.000 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „6.300 kr.“ í b-lið kemur: 15.000 kr.


24. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 1. mgr. kemur: 5.900 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „12.700 kr.“ í 1. mgr. kemur: 19.100 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „6.300 kr.“ í 3. mgr. kemur: 9.500 kr.


25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „11.350 kr.“ í 1. mgr. kemur: 17.100 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „38.500 kr.“ í 1. mgr. kemur: 58.000 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 1. mgr. kemur: 5.900 kr.
 4. Í stað fjárhæðarinnar „12.700 kr.“ í 1. mgr. kemur: 19.100 kr.
 5. Í stað fjárhæðarinnar „18.900 kr.“ í 2. mgr. kemur: 28.500 kr.
 6. Í stað fjárhæðarinnar „6.300 kr.“ í 2. mgr. kemur: 9.500 kr.


26. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „6.300 kr.“ í 6. gr. laganna kemur: 9.500 kr.

27. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „1.350 kr.“ í 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: 2.000 kr.

28. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „1.350 kr.“ í 1. mgr. kemur: 2.000 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „2.550 kr.“ í 2. mgr. kemur: 3.850 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 3. mgr. kemur: 5.900 kr.


29. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 1. mgr. kemur: 8.300 kr.
 2. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður sem orðast svo: Leyfi til náms- og starfsráðgjafa.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „1.100 kr.“ í 2. mgr. kemur: 1.650 kr.


30. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „110.000 kr.“ í 3.–6. og 10.–13. tölul. kemur: 166.000 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „55.000 kr.“ í 7., 9., 14., 15. og 17. tölul. kemur: 83.000 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 18. tölul. kemur: 8.300 kr.
 4. Í stað fjárhæðarinnar „18.500 kr.“ í a- og b-lið 20. tölul. kemur: 24.000 kr.
 5. Í stað fjárhæðarinnar „24.500 kr.“ í c-lið 20. tölul. kemur: 31.500 kr.
 6. Í stað fjárhæðarinnar „74.500 kr.“ í d-lið 20. tölul. kemur: 96.500 kr.
 7. Í stað fjárhæðarinnar „161.500 kr.“ í e-lið 20. tölul. kemur: 208.500 kr.
 8. Í stað fjárhæðarinnar „18.500 kr.“ í a-lið 21. tölul. kemur: 24.000 kr.
 9. Í stað fjárhæðarinnar „124.500 kr.“ í b-lið 21. tölul. kemur: 161.000 kr.
 10. Í stað fjárhæðarinnar „161.500 kr.“ í c-lið 21. tölul. kemur: 208.500 kr.
 11. Í stað fjárhæðarinnar „6.000 kr.“ í 22. tölul. kemur: 8.000 kr.
 12. Í stað fjárhæðarinnar „20.000 kr.“ í 23. tölul. kemur: 26.000 kr.
 13. Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í a-lið 24. tölul. kemur: 7.100 kr.
 14. Í stað fjárhæðarinnar „25.000 kr.“ í b-lið 24. tölul. kemur: 32.500 kr.
 15. Í stað fjárhæðarinnar „50.000 kr.“ í c-lið 24. tölul. kemur: 64.500 kr.
 16. Í stað fjárhæðarinnar „110.000 kr.“ í 27., 35. og 36. tölul. kemur: 166.000 kr.
 17. Í stað fjárhæðarinnar „16.500 kr.“ í 28. tölul. kemur: 25.000 kr.
 18. Í stað fjárhæðarinnar „33.000 kr.“ í 29. tölul. kemur: 50.000 kr.
 19. Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 30. tölul. kemur: 8.300 kr.
 20. Í stað fjárhæðarinnar „55.000 kr.“ í 31. tölul. kemur: 83.000 kr.
 21. Í stað fjárhæðarinnar „27.500 kr.“ í 33. og 34. tölul. kemur: 41.500 kr.
 22. Í stað fjárhæðarinnar „88.000 kr.“ í 39. tölul. kemur: 133.000 kr.
 23. Í stað fjárhæðarinnar „106.000 kr.“ í a-lið 40. tölul. kemur: 160.000 kr.
 24. Í stað fjárhæðarinnar „176.000 kr.“ í b-lið 40. tölul. kemur: 265.000 kr.
 25. Í stað fjárhæðarinnar „246.000 kr.“ í c-lið 40. tölul. kemur: 370.000 kr.
 26. Í stað fjárhæðarinnar „3.300 kr.“ í a-lið 41. tölul. kemur: 5.000 kr.
 27. Í stað fjárhæðarinnar „24.200 kr.“ í b-lið 41. tölul. kemur: 36.500 kr.
 28. Í stað fjárhæðarinnar „48.400 kr.“ í c-lið 41. tölul. kemur: 73.000 kr.
 29. Í stað fjárhæðarinnar „72.600 kr.“ í d-lið 41. tölul. kemur: 110.000 kr.
 30. Í stað fjárhæðarinnar „121.000 kr.“ í e-lið 41. tölul. kemur: 182.500 kr.
 31. Í stað fjárhæðarinnar „55.000 kr.“ í a-lið 43. tölul. kemur: 83.000 kr.
 32. Í stað fjárhæðarinnar „33.000 kr.“ í b-lið 43. tölul. kemur: 50.000 kr.
 33. Í stað fjárhæðarinnar „11.000 kr.“ í c-lið 43. tölul. kemur: 16.600 kr.
 34. Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 45., 46., 48. og tvívegis í 49. tölul. kemur: 8.300 kr.
 35. Í stað fjárhæðarinnar „1.350 kr.“ í 50. tölul. kemur: 2.000 kr.
 36. Í stað fjárhæðarinnar „27.500 kr.“ í a-lið 51. tölul. kemur: 41.500 kr.
 37. Í stað fjárhæðarinnar „2.750 kr.“ í b-lið 51. tölul. kemur: 4.150 kr.
 38. Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 52. tölul. kemur: 8.300 kr.


31. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „3.300 kr.“ í 1. og 3. tölul. kemur: 5.000 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 2. tölul. kemur: 8.300 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „27.500 kr.“ í 4. tölul. kemur: 41.500 kr.
 4. Í stað fjárhæðarinnar „16.500 kr.“ í 5. tölul. kemur: 25.000 kr.
 5. Í stað fjárhæðarinnar „3.300 kr.“ í 6. og 7. tölul. og 10.–16. tölul. kemur: 5.000 kr.
 6. Í stað fjárhæðarinnar „6.600 kr.“ í 8. og 9. tölul. kemur: 10.000 kr.
 7. Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 17. og 18. tölul. kemur: 8.300 kr.


32. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „165.000 kr.“ í 1. og 3. tölul. kemur: 250.000 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „82.500 kr.“ í 2. og 7. tölul. kemur: 124.500 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „44.000 kr.“ í 4. tölul. kemur: 66.500 kr.
 4. Í stað fjárhæðarinnar „55.000 kr.“ í 5. tölul. kemur: 83.000 kr.
 5. Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 6. tölul. kemur: 8.300 kr.
 6. Í stað fjárhæðarinnar „1.100 kr.“ í 8. tölul. kemur: 1.650 kr.
 7. Í stað fjárhæðarinnar „4.400 kr.“ í 12. tölul. kemur: 6.600 kr.
 8. Í stað fjárhæðarinnar „550 kr.“ í 13. tölul. kemur: 830 kr.
 9. Í stað fjárhæðarinnar „11.000 kr.“ í 14. og 15. tölul. kemur: 16.500 kr.


33. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 14. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „5.100 kr.“ í a-lið 1. tölul. kemur: 7.700 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „10.100 kr.“ í b-lið 1. tölul. kemur: 15.200 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „2.550 kr.“ í c-lið 1. tölul. kemur: 3.850 kr.
 4. Í stað fjárhæðarinnar „1.900 kr.“ í a-lið 2. tölul. kemur: 2.900 kr.
 5. Í stað fjárhæðarinnar „3.750 kr.“ í b-lið 2. tölul. kemur: 5.650 kr.
 6. Í stað fjárhæðarinnar „950 kr.“ í c-lið 2. tölul. kemur: 1.450 kr.
 7. Í stað fjárhæðarinnar „5.100 kr.“ í a-lið 3. tölul. kemur: 7.700 kr.
 8. Í stað fjárhæðarinnar „10.100 kr.“ í b-lið 3. tölul. kemur: 15.200 kr.
 9. Í stað fjárhæðarinnar „1.900 kr.“ c-lið 3. tölul. kemur: 2.900 kr.
 10. Í stað fjárhæðarinnar „3.750 kr.“ í d-lið 3. tölul. kemur: 5.650 kr.
 11. Í stað fjárhæðarinnar „5.200 kr.“ í 5.–13. tölul. kemur: 7.800 kr.
 12. Í stað fjárhæðarinnar „90 kr.“ í 13. tölul. kemur: 140 kr.
 13. Í stað fjárhæðarinnar „5.100 kr.“ í 16. tölul. kemur: 7.700 kr.
 14. Í stað fjárhæðarinnar „3.100 kr.“ í 17. tölul. kemur: 4.700 kr.
 15. Í stað fjárhæðarinnar „2.550 kr.“ í 18. og 19. tölul. kemur: 3.850 kr.
 16. Í stað fjárhæðarinnar „1.350 kr.“ í 20.–22. tölul. kemur: 2.000 kr.
 17. Í stað fjárhæðarinnar „1.000 kr.“ í 23. tölul. kemur: 1.500 kr.
 18. Í stað fjárhæðarinnar „1.350 kr.“ í 24. tölul. kemur: 2.000 kr.
 19. Í stað fjárhæðarinnar „4.400 kr.“ í 26. tölul. kemur: 6.600 kr.
 20. Í stað fjárhæðarinnar „10.000 kr.“ í a-lið 27. tölul. kemur: 15.000 kr.
 21. Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í b-lið 27. tölul. kemur: 7.500 kr.
 22. Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 28. tölul. kemur: 5.900 kr.
 23. Í stað fjárhæðarinnar „2.200 kr.“ í 29. tölul. kemur: 3.300 kr.
 24. Í stað fjárhæðarinnar „1.100 kr.“ í 30. tölul. kemur: 1.650 kr.
 25. Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 31. tölul. kemur: 8.300 kr.
 26. Í stað fjárhæðarinnar „4.000 kr.“ í a-lið 32. tölul. kemur: 6.000 kr.
 27. Í stað fjárhæðarinnar „2.000 kr.“ í b-lið 32. tölul. kemur: 3.000 kr.
 28. Í stað fjárhæðarinnar „2.000 kr.“ í a-lið 33. tölul. kemur: 3.000 kr.
 29. Í stað fjárhæðarinnar „1.000 kr.“ í b-lið 33. tölul. kemur: 1.500 kr.
 30. Í stað fjárhæðarinnar „8.000 kr.“ í a- og b-lið 34. tölul. kemur: 12.000 kr.
 31. Í stað fjárhæðarinnar „4.000 kr.“ í c-lið 34. tölul. kemur: 6.000 kr.
 32. Í stað fjárhæðarinnar „4.000 kr.“ í a- og b-lið 35. tölul. kemur: 6.000 kr.
 33. Í stað fjárhæðarinnar „2.000 kr.“ í c-lið 35. tölul. kemur: 3.000 kr.
 34. Í stað fjárhæðarinnar „2.000 kr.“ í 36. tölul. kemur: 3.000 kr.


34. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „1.500 kr.“ í 14. gr. a og 14. gr. b laganna kemur: 2.250 kr.

35. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „3.300 kr.“ í 1. tölul. og a-lið 5. tölul. kemur: 5.000 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 2. tölul. kemur: 5.900 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 3. tölul. kemur: 8.300 kr.
 4. Í stað fjárhæðarinnar „11.000 kr.“ í 4. tölul. kemur: 16.500 kr.
 5. Í stað fjárhæðarinnar „8.300 kr.“ í b-lið 5. tölul. kemur: 12.500 kr.
 6. Í stað fjárhæðarinnar „41.500 kr.“ í c-lið 5. tölul. kemur: 62.500 kr.


36. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „20 kr.“ í 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: 30 kr.

37. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „150 kr.“ í 1. mgr. kemur: 250 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „1.100 kr.“ í 1. mgr. kemur: 1.650 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „150 kr.“ í 2. mgr. kemur: 250 kr.
 4. Í stað fjárhæðarinnar „50 kr.“ í 2. mgr. kemur: 125 kr.
 5. Í stað fjárhæðarinnar „450 kr.“ í 1. tölul. 4. mgr. kemur: 700 kr.
 6. Í stað fjárhæðarinnar „400 kr.“ í 2. tölul. 4. mgr. kemur: 600 kr.
 7. Í stað fjárhæðarinnar „1.100 kr.“ í 3. tölul. 4. mgr. kemur: 1.650 kr.


38. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 18. gr. laganna kemur: 7.500 kr.

IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.

39. gr.

     Í stað ártalsins „2008“ í 1. og 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VI í lögunum kemur: 2009.

40. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 4. málsl. 5. mgr. 36. gr. er lífeyrissjóði heimilt að eiga allt að 20% af hlutafé í samlagshlutafélögum. Nýjar fjárfestingar eða nýjar skuldbindingar í slíkum félögum, umfram mörk skv. 4. málsl. 5. mgr. 36. gr., eru ekki heimilar eftir 31. desember 2013.

41. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða VIII í lögunum orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 11. og 12. gr. er vörsluaðila séreignarsparnaðar skv. 3.–5. mgr. 8. gr. heimilt, á tímabilinu 1. janúar 2010 til 1. apríl 2011, að greiða út séreignarsparnað sem myndast hefur af viðbótariðgjaldi skv. II. kafla, eftir því sem nánar er mælt fyrir um í ákvæði þessu.
     Heimilt er á því tímabili sem tilgreint er í 1. mgr. að hefja útborgun innstæðu séreignarsparnaðar rétthafa, ásamt vöxtum, að fjárhæð sem 1. janúar 2010 nemur samanlagt allt að 2.500.000 kr. óháð því hvort samanlagður séreignarsparnaður er í vörslu hjá fleiri en einum vörsluaðila. Skal sú fjárhæð greiðast út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum, að frádreginni staðgreiðslu samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, í 23 mánuði frá því að beiðni um útgreiðslu er lögð fram hjá vörsluaðila. Útgreiðslutími styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð en 2.500.000 kr. er að ræða.
     Við ákvörðun fjárhæðar rétthafa til útborgunar skal draga frá hámarksfjárhæð, þ.e. allt að 2.500.000 kr., samanlagða fjárhæð þess séreignarsparnaðar sem þegar hefur verið greiddur út á grundvelli ákvæðisins eins og það hljóðaði fyrir 1. janúar 2010. Greiðslum samkvæmt eldra ákvæði skal vera lokið áður en greiðslur hefjast samkvæmt ákvæði þessu.
     Óski rétthafi eftir útgreiðslu séreignarsparnaðar skv. 2. mgr. skal hann leggja fram umsókn þess efnis hjá viðkomandi vörsluaðila. Ef rétthafi á séreignarsparnað hjá fleiri en einum vörsluaðila skal hann gera grein fyrir því.
     Vörsluaðili séreignarsparnaðar fer yfir umsókn rétthafa skv. 2. mgr. og hefur umsjón með útgreiðslu á séreignarsparnaði hans.
     Skuldheimtumönnum er óheimilt að krefjast þess að skuldarar taki út séreignarsparnað sinn samkvæmt þessu ákvæði, sbr. 2. mgr. 8. gr.
     Ríkisskattstjóri hefur eftirlit með útgreiðslum séreignarsparnaðar samkvæmt ákvæði þessu.
     Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um fyrirkomulag eftirlits og útgreiðslu og jafnframt heimild vörsluaðila til innheimtu sérstaks gjalds vegna umsýslu við útgreiðslu séreignarsparnaðar.
     Útgreiðsla séreignarsparnaðar hefur ekki áhrif á bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð. Þá hefur útgreiðslan ekki áhrif á greiðslu húsaleigubóta skv. 9. gr. laga um húsaleigubætur, greiðslu barnabóta eða vaxtabóta skv. 68. gr. laga um tekjuskatt, atvinnuleysisbóta skv. 36. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, sbr. 22. gr. laga nr. 22/2006.
     Um afgreiðslu umsókna, sem borist hafa í gildistíð eldra ákvæðis og óafgreiddar kunna að vera, skal fara eftir ákvæði þessu, svo breyttu, frá og með gildistöku þess.

42. gr.

     Í stað „1. október 2010“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða IX í lögunum kemur: 1. apríl 2011.

X. KAFLI
Gildistaka.

43. gr.

     Ákvæði 1.–6. gr. og 10.–12. gr. öðlast þegar gildi.
     Ákvæði 7.–9. gr. og 13.–42. gr. öðlast gildi 1. janúar 2010.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 2009.