Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 532, 138. löggjafarþing 89. mál: heimild til samninga um álver í Helguvík (gildistími samningsins og stimpilgjald).
Lög nr. 141 28. desember 2009.

Lög um breyting á lögum nr. 51/2009, um heimild til samninga um álver í Helguvík.


1. gr.

     2. málsl. 2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Í slíkum samningi skal ákveðið hversu lengi ákvæði hans skuli gilda og skulu þau eigi gilda skemur en í 20 ár frá undirritun samnings.

2. gr.

     4. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Stimpilgjöld sem greiða bæri samkvæmt lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald, skulu vera 0,15% af öllum stimpilskyldum skjölum sem félagið gefur út eða stofnað er til í tengslum við byggingu álversins.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 2009.