Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 849, 138. löggjafarþing 374. mál: staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar (lækkun framlaga).
Lög nr. 19 25. mars 2010.

Lög um breytingu á lögum nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar.


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði laganna skal skuldbinding ríkisins skv. 60. gr. á árinu 2010 vera þannig að framlög ríkisins til þjóðkirkjunnar samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar munu lækka um 160 millj. kr. Með sama hætti skal framlag ríkissjóðs til Kristnisjóðs skerðast um 9 millj. kr. á árinu 2010.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. mars 2010.