Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1043, 138. löggjafarþing 371. mál: veiðieftirlitsgjald (strandveiðigjald).
Lög nr. 33 30. apríl 2010.

Lög um breytingu á lögum nr. 33/2000, um veiðieftirlitsgjald, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Við útgáfu leyfis til strandveiða skal, auk greiðslu fyrir leyfi skv. 1. mgr., greiða 50.000 kr. í strandveiðigjald. Fiskistofa innheimtir gjaldið. Tekjum af strandveiðigjaldi skal ráðstafa til þeirra hafna þar sem afla, sem fenginn er við strandveiðar, hefur verið landað. Eftir lok veiðitímabils skal Fiskistofa á grundvelli aflaupplýsingakerfis Fiskistofu greiða hverri höfn sinn hlut í hlutfalli viðkomandi hafnar í heildarafla sem fenginn er við strandveiðar á því tímabili, reiknað í þorskígildum.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. apríl 2010.