Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1269, 138. löggjafarþing 569. mál: hlutafélög, einkahlutafélög og ársreikningar (EES-reglur, minnihlutavernd o.fl.).
Lög nr. 68 22. júní 2010.

Lög um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um ársreikninga (minnihlutavernd o.fl.).


I. KAFLI
Lög um hlutafélög, nr. 2/1995, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „ráðherra“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: eða sá sem hann framselur vald sitt.
 2. Á eftir orðinu „Ráðherra“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: eða sá sem hann framselur vald sitt.


2. gr.

     Á eftir 26. gr. laganna kemur ný grein, 26. gr. a, svohljóðandi:
     Hluthafi getur, sbr. þó 3. mgr., krafist dóms fyrir því að félagið innleysi hlut hans í félaginu enda standi veigamikil rök til þess að honum verði gert kleift að losna úr félaginu vegna þess að:
 1. félagsstjórn, framkvæmdastjóri eða aðrir, sem fram koma fyrir hönd félags, svo og hluthafar, hafa brotið gegn ákvæðum 76. og 95. gr. um öflun ótilhlýðilegra hagsmuna,
 2. annar hluthafi í félaginu hefur misbeitt áhrifum sínum í félaginu,
 3. djúpstæður og langvarandi ágreiningur er milli hluthafans og annarra hluthafa um rekstur félagsins.

     Ef innlausn skv. 1. mgr. leiðir til umtalsverðs tjóns fyrir félagið eða leiðir með öðrum hætti til ósanngjarnrar niðurstöðu fyrir það skal ekki taka kröfu hluthafans til greina. Sama máli gegnir ef félagið finnur einhvern sem er reiðubúinn til að kaupa hlutabréfin gegn greiðslu er svarar til innlausnarverðsins. Ákvæði 4. mgr. 22. gr. gilda eftir því sem við á.
     Ákvæði þetta á ekki við um fjármálafyrirtæki, vátryggingafélög og félög sem hafa verðbréf sín tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði eða markaðstorgi fjármálagerninga (MTF).

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 53. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „ráðherra“ í 2. mgr. kemur: eða þeim sem hann framselur vald sitt.
 2. Í stað orðanna „stjórn félags og endurskoðendum“ í 3. mgr. kemur: öllum aðalmönnum stjórnar félags og eftir atvikum einstökum varamönnum í þeirra stað, svo og endurskoðanda.


4. gr.

     Við 3. mgr. 55. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Í félagi þar sem hlutir hafa verið teknir til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði eða á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF) skal þó miðað við síðasta skráða dagslokagengi á markaði áður en samningur var gerður. Í öðrum hlutafélögum geta hluthafar, sem ráða yfir minnst 5% hlutafjár, krafist þess við stjórn félagsins, innan mánaðar frá því að stjórn tilkynnir um samning, að endurskoðanda verði falið að meta að hve miklu leyti verð sé sanngjarnt og efnislega rökstutt.

5. gr.

     Á eftir orðinu „ráðherra“ í 1. málsl. 2. mgr. 66. gr. laganna kemur: eða sá sem hann framselur vald sitt.

6. gr.

     Orðið „bersýnilega“ í 1. mgr. 76. gr. laganna fellur brott.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 79. gr. a laganna:
 1. Við 3. tölul. 1. mgr. bætist: (tekur ekki til stjórnarmanna, sbr. 5. tölul. 2. mgr.).
 2. Við bætist ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
 3.      Við gerð starfskjarastefnu skal miða við eftirfarandi grundvallaratriði:
  1. Takmörk skulu vera á breytilegum starfskjaraþáttum sem tengjast skulu fyrir fram ákveðnum og mælanlegum árangursviðmiðunum þar sem langtímahagsmunir félags eru hafðir í huga.
  2. Fresta skal greiðslu vegna breytilegra starfskjaraþátta í hæfilegan tíma og gera ráð fyrir endurgreiðslu ef greiðslur hafa verið inntar af hendi á grundvelli bersýnilega ónákvæmra gagna.
  3. Starfslokagreiðslur skulu ekki fara fram úr ákveðinni fjárhæð og ekki miðast við meira en tveggja ára laun. Starfslokagreiðslurnar skulu ekki fara fram ef starfslok verða vegna ófullnægjandi árangurs.
  4. Hlutir skulu ekki afhentir fyrr en a.m.k. þremur árum eftir að viðkomandi öðlast rétt til þeirra. Þá má eigi neyta kaupréttar á hlutum fyrr en að loknum þriggja ára biðtíma. Ákveðið hlutfall af hlutum skal geyma til starfsloka.
  5. Stjórnarmenn skulu ekki njóta hlutabréfa, kaup- og söluréttar, forkaupsréttar og annars konar greiðslna sem tengdar eru hlutabréfum í félaginu eða þróun verðs á hlutabréfum í félaginu.8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 81. gr. laganna:
 1. Orðið „málfrelsi“ í 3. málsl. 1. mgr. fellur brott.
 2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hluthafa er heimilt að gefa ráðgjafa sínum orðið fyrir sína hönd.
 3. Í stað orðsins „fimm“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: eitt.


9. gr.

     Í stað „ 1/ 10“ í 2. málsl. 85. gr. laganna kemur: 1/ 20.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 88. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „viku fyrir fund“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: viku fyrir fund (tveimur vikum fyrir aðalfund).
 2. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þó má halda hluthafafund sem boðaður er með skemmst einnar viku fyrirvara ef hluthafar, sem ráða yfir a.m.k. 90% af hlutafé, samþykkja það fyrir fram skriflega.
 3. Í stað orðanna „Viku fyrir hluthafafund hið skemmsta“ í 4. mgr. kemur: Viku fyrir hluthafafund hið skemmsta (tveimur vikum fyrir aðalfund nema boðunarfrestur sé skemmri).


11. gr.

     Á eftir orðunum „Þegar hluthafi krefst þess og slíkt má verða án“ í 1. málsl. 1. mgr. 91. gr. laganna kemur: verulegs.

12. gr.

     Orðið „bersýnilega“ í 95. gr. laganna fellur brott.

13. gr.

     Á eftir 95. gr. laganna kemur ný grein, 95. gr. a, svohljóðandi:
     Samningur milli félagsins og hluthafa, móðurfélags hluthafa, stjórnarmanns eða framkvæmdastjóra félagsins, sem nemur að raunvirði minnst 1/ 10 hlutafjárins á undirritunartíma samningsins, bindur eigi félagið nema að fengnu samþykki hluthafafundar. Þetta gildir þó ekki um:
 1. Samninga sem gerðir hafa verið í samræmi við reglur 5.–6. gr., 6. gr. a – 6. gr. c, 7.–8. gr. og 37. gr. um öflun sérfræðiskýrslu við stofnun félags og hlutafjárhækkun.
 2. Samninga og ákvarðanir um laun og starfskjör æðstu stjórnenda skv. 79. gr. og 79. gr. a.
 3. Samninga um framsal fjármálagerninga samkvæmt skráðu gengi þeirra á skipulegum verðbréfamarkaði.
 4. Samninga sem gerðir eru í tengslum við venjulegan rekstur félags og hafa að geyma verð og aðra skilmála sem eðlilegt er að séu í slíkum samningum.
 5. Samninga undir almennu lágmarki hlutafjár í hlutafélögum.
 6. Samninga fjármálafyrirtækja, vátryggingafélaga og félaga sem hafa verðbréf sín tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði eða markaðstorgi fjármálagerninga (MTF).

     Falli samningur undir þessa grein er félagsstjórn skylt að afla sérfræðiskýrslu skv. 6. gr., sbr. 6. gr. a – 6. gr. c og 7.–8. gr. Skýrslan skal geyma yfirlýsingu þess efnis að samræmi sé milli greiðslu félagsins og þess endurgjalds sem félagið fær, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. Sérfræðiskýrslan skal fylgja fundarboði til hluthafafundar og skal send hlutafélagaskrá.
     Sé samningur ekki bindandi fyrir félagið skulu greiðslur ganga til baka að því marki sem þær hafa verið inntar af hendi. Ákvæði 102. gr. gilda eftir því sem við á.
     Ákvæði 1.–3. mgr. gilda einnig um samninga er félag hefur gert við aðila sem er nákominn hluthafa eða nákominn móðurfélagi hluthafa eða einhvern sem kemur fram samkvæmt samningi eða með öðrum hætti með heimild einhverra þeirra sem nefndir eru í 1. mgr. Með nákomnum í þessari grein er átt við:
 1. Hjón og þá sem búa í óvígðri sambúð, aðila í staðfestri samvist eða aðila í skráðri sambúð.
 2. Þá sem eru skyldir í beinan legg eða fyrsta legg til hliðar en með skyldleika er í þessu sambandi einnig átt við tengsl sem skapast við ættleiðingu eða fóstur.
 3. Þá sem tengjast með hjúskap, óvígðri sambúð, staðfestri samvist eða skráðri sambúð með sama hætti og um ræðir í 2. tölul.
 4. Félag sem viðkomandi sjálfur eða einhver þeirra sem nefndir eru í 1.–3. tölul. hefur yfirráð yfir í skilningi 2. gr.


14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 97. gr. laganna:
 1. Við 3. mgr. bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Ráðherra er í þess stað heimilt að setja það skilyrði að sá er biður um rannsókn skuli setja tryggingu fyrir greiðslu kostnaðar. Félagið ber þá kostnaðinn endanlega. Greiði félagið ekki reikning innan þriggja mánaða frá dagsetningu hans glatar rannsóknarbeiðandi þó tryggingarfé sínu en á í þess stað kröfu á félagið.
 2. Í stað orðsins „viku“ í 4. mgr. kemur: tvær vikur.


15. gr.

     136. gr. laganna fellur brott.

II. KAFLI
Lög um einkahlutafélög, nr. 138/1994, með síðari breytingum.

16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „ráðherra“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: eða sá sem hann framselur vald sitt.
 2. Á eftir orðinu „Ráðherra“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: eða sá sem hann framselur vald sitt.


17. gr.

     Á eftir 18. gr. laganna kemur ný grein, 18. gr. a, svohljóðandi:
     Hluthafi getur krafist dóms fyrir því að félagið innleysi hlut hans í félaginu enda standi veigamikil rök til þess að honum verði gert kleift að losna úr félaginu vegna þess að:
 1. félagsstjórn, framkvæmdastjóri eða aðrir, sem fram koma fyrir hönd félags, svo og hluthafar, hafa brotið gegn ákvæðum 51. og 70. gr. um öflun ótilhlýðilegra hagsmuna;
 2. annar hluthafi í félaginu hefur misbeitt áhrifum sínum í félaginu;
 3. djúpstæður og langvarandi ágreiningur er milli hluthafans og annarra hluthafa um rekstur félagsins.

     Ef innlausn skv. 1. mgr. leiðir til umtalsverðs tjóns fyrir félagið eða leiðir með öðrum hætti til ósanngjarnrar niðurstöðu fyrir það skal ekki taka kröfu hluthafans til greina. Sama máli gegnir ef félagið finnur einhvern sem er reiðubúinn til að kaupa hlutina gegn greiðslu er svarar til innlausnarverðsins.

18. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „ráðherra“ í 2. mgr. kemur: eða þeim sem hann framselur vald sitt.
 2. Í stað orðanna „stjórn félags og endurskoðendum“ í 3. mgr. kemur: öllum aðalmönnum stjórnar félags og eftir atvikum einstökum varamönnum í þeirra stað, svo og endurskoðanda.


19. gr.

     Á eftir orðinu „Ráðherra“ í 3. málsl. 2. mgr. 42. gr. laganna kemur: eða sá sem hann framselur vald sitt.

20. gr.

     Orðið „bersýnilega“ í 1. mgr. 51. gr. laganna fellur brott.

21. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. a laganna:
 1. Við c-lið 1. mgr. bætist: (tekur ekki til stjórnarmanna, sbr. 5. tölul. 2. mgr.).
 2. Við bætist ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
 3.      Við gerð starfskjarastefnu skal miða við eftirfarandi grundvallaratriði:
  1. Takmörk skulu vera á breytilegum starfskjaraþáttum sem tengjast skulu fyrir fram ákveðnum og mælanlegum árangursviðmiðunum þar sem langtímahagsmunir félags eru hafðir í huga.
  2. Fresta skal greiðslu vegna breytilegra starfskjaraþátta í hæfilegan tíma og gera ráð fyrir endurgreiðslu ef greiðslur hafa verið inntar af hendi á grundvelli bersýnilega ónákvæmra gagna.
  3. Starfslokagreiðslur skulu ekki fara fram úr ákveðinni fjárhæð og ekki miðast við meira en tveggja ára laun. Starfslokagreiðslurnar skulu ekki fara fram ef starfslok verða vegna ófullnægjandi árangurs.
  4. Hlutir skulu ekki afhentir fyrr en a.m.k. þremur árum eftir að unnið er til þeirra. Þá má eigi neyta kaupréttar á hlutum fyrr en að loknum þriggja ára biðtíma. Ákveðið hlutfall af hlutum skal geyma til starfsloka.
  5. Stjórnarmenn skulu ekki njóta hluta, kaup- og söluréttar, forkaupsréttar og annars konar greiðslna sem eru tengdar hlutum í félaginu eða þróun verðs á hlutum í félaginu.22. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 56. gr. laganna:
 1. Orðið „málfrelsi“ í 3. málsl. 1. mgr. fellur brott.
 2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hluthafa er heimilt að gefa ráðgjafa sínum orðið fyrir sína hönd.
 3. Í stað orðsins „fimm“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: eitt.


23. gr.

     Í stað „ 1/ 10“ í 2. málsl. 60. gr. laganna kemur: 1/ 20.

24. gr.

     Á eftir orðunum „Þegar hluthafi krefst þess og slíkt má verða án“ í 1. málsl. 1. mgr. 66. gr. laganna kemur: verulegs.

25. gr.

     Orðið „bersýnilega“ í 70. gr. laganna fellur brott.

26. gr.

     Á eftir 70. gr. laganna kemur ný grein, 70. gr. a, svohljóðandi:
     Samningur milli félagsins og hluthafa, móðurfélags hluthafa, stjórnarmanns eða framkvæmdastjóra félagsins, sem nemur að raunvirði minnst 1/ 10 hlutafjárins á undirritunartíma samningsins, bindur eigi félagið nema að fengnu samþykki hluthafafundar. Þetta gildir þó ekki um:
 1. Samninga sem gerðir hafa verið í samræmi við reglur 5.–6. gr., 6. gr. a – 6. gr. b og 26. gr. um öflun skýrslu við stofnun félags og hlutafjárhækkun.
 2. Samninga og ákvarðanir um laun og starfskjör æðstu stjórnenda skv. 54. gr. og 54. gr. a.
 3. Samninga um framsal fjármálagerninga samkvæmt skráðu gengi þeirra á skipulegum verðbréfamarkaði.
 4. Samninga sem gerðir eru í tengslum við venjulegan rekstur félags og hafa að geyma verð og aðra skilmála sem eðlilegt er að séu í slíkum samningum.
 5. Samninga undir almennu lágmarki hlutafjár í einkahlutafélögum.

     Falli samningur undir þessa grein er félagsstjórn skylt að afla skýrslu skv. 5. gr., sbr. 6. gr. og 6. gr. a – 6. gr. b. Skýrslan skal geyma yfirlýsingu þess efnis að samræmi sé milli greiðslu félagsins og þess endurgjalds sem félagið fær, sbr. 5. tölul. 2. mgr. 5. gr. Skýrslan skal fylgja fundarboði til hluthafafundar og skal send hlutafélagaskrá.
     Sé samningur ekki bindandi fyrir félagið skulu greiðslur ganga til baka að því marki sem þær hafa verið inntar af hendi. Ákvæði 77. gr. gilda eftir því sem við á.
     Ákvæði 1.–3. mgr. gilda einnig um samninga er félag hefur gert við aðila sem er nákominn hluthafa eða nákominn móðurfélagi hluthafa eða einhvern sem kemur fram samkvæmt samningi eða með öðrum hætti með heimild einhverra þeirra sem nefndir eru í 1. mgr. Með nákomnum í þessari grein er átt við:
 1. Hjón og þá sem búa í óvígðri sambúð, aðila í staðfestri samvist eða aðila í skráðri sambúð.
 2. Þá sem eru skyldir í beinan legg eða fyrsta legg til hliðar en með skyldleika er í þessu sambandi einnig átt við tengsl sem skapast við ættleiðingu eða fóstur.
 3. Þá sem tengjast með hjúskap, óvígðri sambúð, staðfestri samvist eða skráðri sambúð með sama hætti og um ræðir í 2. tölul.
 4. Félag sem viðkomandi sjálfur eða einhver þeirra sem nefndir eru í 1.–3. tölul. hefur yfirráð yfir í skilningi 2. gr. laganna.


27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 72. gr. laganna:
 1. Við 3. mgr. bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Ráðherra er í þess stað heimilt að setja það skilyrði að sá er biður um rannsókn skuli setja tryggingu fyrir greiðslu kostnaðar. Félagið ber þá kostnaðinn endanlega. Greiði félagið ekki reikning innan þriggja mánaða frá dagsetningu hans glatar rannsóknarbeiðandi þó tryggingarfé sínu en á í þess stað kröfu á félagið.
 2. Í stað orðsins „viku“ í 4. mgr. kemur: tvær vikur.


28. gr.

     110. gr. laganna fellur brott.

III. KAFLI
Lög um ársreikninga, nr. 3/2006, með síðari breytingum.

29. gr.

     Í stað orðanna „einn fimmta“ í 1. málsl. 2. mgr. 96. gr. laganna kemur: einn tíunda.

IV. KAFLI
Gildistaka o.fl.

30. gr.

     Með lögum þessum eru innleidd tilmæli framkvæmdastjórnarinnar 2009/385/EB frá 30. apríl 2009 um breytingu á tilmælum 2004/913/EB og 2005/162/EB að því er varðar starfskjör stjórnenda í félögum sem hafa fjármálagerninga sína tekna til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.

31. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði um lengingu lágmarksfrests til boðunar aðalfunda í hlutafélögum öðlast þó gildi 1. janúar 2011.
     Ákvæði um brottfall (136. gr. laga um hlutafélög og 110. gr. laga um einkahlutafélög) taka til atvika og háttsemi sem átti sér stað fyrir gildistöku laga þessara jafnvel þótt málsóknarfrestur hafi verið liðinn er þau tóku gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. júní 2010.